Friday, June 11, 2010

Margt smátt...
Þegar ég var lítil langaði mig alltaf í svona smáhlutahillu fyrir allskonar dótarí, verandi sjúklegur sankari smáhluta.
Það var samt ekki fyrr en nú um daginn að draumurinn rættist og ég fann eina í Kolaportinu sem ég ákvað að flikka aðeins upp á.
Ég er ofsa ánægð með hana og krakkarnir dýrka hana,high five!
Líka hér*

10 comments:

Ása Ottesen said...

Vá hvað þetta er flott. Þú átt líka svo margt smátt og fallegt að setja í hilluna.

Æði.

xx

Augnablik said...

Takk fyrir*
Svona réttlæti ég söfnunaráráttu mína fyrir ástmanni,"já ég verð að eiga þetta allt saman og nei það má ekki henda neinu"...alltaf með trompin í erminni;)
xxx

Anonymous said...

Hvar fékkstu þennan æðislega pappír??
kv.Hildur

Augnablik said...

Ég fékk hann í versluninni Sirka á Akureyri,ótrúlega fögur búð og vert að kíkja við ef maður á leið um Akureyri*

harpa rut said...

Þetta kallast að gefa hlutum nýtt líf. Algert æði.

Anonymous said...

Jii hvað þetta er sætt hjá þér!

Augnablik said...

Hehe sannkölluð endurfæðing og takk;)
***

Fjóla said...

Þú ert snillingur með meiru ! Dásamleg hilla undir dásamlegt og mjög svo nauðsynlegt góss :)
High five !!

Augnablik said...

Takk elsku Fjóla*
Ég á það til að bindast dauðum hlutum mjög svo sterkum tilfinningaböndum og það getur komið sér vel...stundum...oftast;)
xxx

ólöf said...

vá sniiilld..mig hefur einmitt alltaf langað í svona! en herbergið mitt bíður ekki beint upp á það þannig það þarf að bíða betri tíma..obb