Friday, May 31, 2013

Velkomin sértu

Ég mun standa vaktina á sýningu Ljósmyndaskólans (Hólmaslóð 6 úti á Granda), föstudaginn 31. maí á milli 16 og 20.
Það er líka opið  laugardag og sunnudag milli 14 og 18.
Lítið endilega við*

Tuesday, May 28, 2013

2x skemmtilegra

Tók myndir af þessum tvíburasystrum um páskana.
Perónuleiki þeirra er ólýsanlega frábær og eftir klukkutíma hafði ég aðeins tekið 24 myndir á filmuna.
Ég endaði í 3 filmum og þær fengu að sjálfsögðu páskaegg að launum.

Sunday, May 26, 2013

Klippmundur

Gerði þessa klippimynd úr myndum eftir mig, í svartasta skammdeginu í vetur þegar dagurinn var um það bil 15 mínútur.
Ég vil annars hvetja alla að kíkja á sýningu 1. árs nema Ljósmyndaskólans að Hólmaslóð 6 úti á Granda.
Opið virka daga frá 16-20 og 14-18 um helgar. Sýningunni lýkur sunnudaginn 2. júní.

Sunday, May 12, 2013

Fljótandi

Í tilefni af mæðradeginum eru hér fleiri myndir af mömmu í sundi.

Tuesday, May 7, 2013

Tipp topp

Það koma alltaf afmæli inn á milli og þá er venjan að vekja afmælisbarnið með "óvæntri" afmælisveislu sem allir bíða æsispenntir eftir. Ég endaði í Hagkaup í Skeifunni klukkan 2 þar sem hjartastráðir kleinuhringir og nammilegar kökur björguðu mér fyrir horn.
Elsti fjölskyldumeðlimurinn beið svo með öndina í hálsinum eftir árlegu skrúðgöngunni en ekki eins spenntur og yngsti sem vaknaði klukkan 6 og þurfti að bíða í nokkra klukkutíma eftir að fá að hefja glensið. Muna að minnast ekki á svonalagað aftur við hann í bráð.

Saturday, May 4, 2013

Sundmamman

Móðir mín hefur stundað laugarnar í tugi ára.
Ég fékk að fylgja henni föstudag nokkurn í apríl eftir að ég lofaði starfsfólki sundlaugarinnar að ég tæki eingöngu myndir af mömmu...já eða pörtum af henni.