Friday, December 31, 2010

Síðast en ekki síst...
Mér finnst viðeigandi að síðasta færsla ársins sé tengd stærsta viðburði þess árs í mínu lífi.
Megi 2011 verða gæfuríkt ár drauma og tækifæra.
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir að líta við***

Wednesday, December 29, 2010

Dúskuð pakkasýra


Það er eitthvað við það að pakka inn gjöfum sem gleður mig svo mikið.
Það er sama hvað ég hugsa oft með sjálfri mér að þetta skipti engu máli og gjöfin verði tætt upp um leið...ég læt mér ekki segjast og læt röglið eftir mér*
Pakk síðustu jóla.

Tuesday, December 28, 2010

HlýlegtLitli apakisi fékk dásamlegar heimaprjónaðar buxur í gjöf frá góðvinkonu.
Í stíl við litlu verðandi stórvinkonu sína.

Monday, December 20, 2010

Föndurstund gefur gull í mund...

Verandi B- mannsveskja hef ég ekki lært að meta morgunstundina til fullnustu en nýti kveld og næturstundirnar þeim mun betur.
Þetta er tilvalið verkefni kvölds og morgna*

Friday, December 17, 2010

Falinn fjársjóður...


Í bakhúsi á Hörpugötu 10 leynist fjársjóður.
Þar er pínulítil búð sem heitir Boutiqe Babilon og býður upp á gullfalegar vörur frá Belgíu.
Búðin er opin á miðvikudögum og fimmtudögum frá 14- 18 og laugardag og sunnudag fyrir jól frá 14 - 17.
Meira hér.

Tuesday, December 14, 2010

Ljúflingur

Litli kisi er heppinn að eiga margar frænkur til að stjana við sig...fyrir utan alla hina.
Lífið er ljúft og notalegt*

Thursday, December 9, 2010

Tanngarður


Ég fékk að kíkja á vinnustofuna hinnar ofurhæfileikaríku Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur fyrir nokkru.
Mig langar svo í allskonar tannskrímsli og fullt af myndum eftir hana.
Meira hér.