Friday, July 30, 2010

Fiskisaga...












Við prófuðum veiðistangirnar á Úlfljótsvatni í fyrsta skiptið í sumar.
Ég veiddi eina fiskinn en fékk mig ekki til að borða hann í eymingjaskap mínum. Fiskifóbía mín ætlar að verða langlíf og Salka virðist hafa erft hana að einhverju leyti. Feðgarnir voru þeim mun spenntari og elskhuginn steikti bleikjuna með smjeri og át með bestu lyst.
Grilluðum gómsætt brauð á Þingvöllum á heimleiðinni.
Það fer eitthvað minna fyrir brauðfóbíunni.

Thursday, July 29, 2010

Nr. 21 og handgerðar hugsanir






Vika 21.
Fyrir ekki svo löngu en samt svolítið löngu kenndi tengdamóðir mín mér að hekla.
Fyrst virtist það svo flókið en þegar ég loks náði taktinum greip mig örlítil heklmanía og úr varð teppi. Teppi sem ég ætlaði að gefa einhverjum velvöldum en fékk mig svo ekki til þess...sveinsstykki mitt í hekli og ég bast því óvart tillfinningarböndum.Ég ákvað því að bíða þar til ég þyrfti jafnvel að nota það. Lævís.
Plön um karrígula prjónapeysu og brúnar buxur þegar hafnar.
Api litli verður litríkur köttur*

Sunday, July 25, 2010

Hetjudáð í kanínulandi....


















Einn blíðviðris dag í Elliðaárdalnum.
Þegar við hittum fullt af kanínum og Salka bjargaði pínulitlum kanínuunga úr mávaklóm og við borðuðum nesti við árbakkann og dýfðu tánum ofaní og Salka teiknaði upp afmæliskökuna sína og skrifaði smásögu um kanínurnar og við hjóluðum og allt var svo útlenskt og fólk baðaði sig í ánni og veiddi í henni líka og Salka lék listir sínar á yfirgefnu trampólíni utan lóðarmarka....það var mjög svo góður dagur.