Tuesday, January 28, 2014

Ljóstillífun

Það er ekki laust við örlitla frumskógarstemmningu á heimilinu.
Sum taka skammdegið aðeins meira inn á sig en önnur og eru í ljósameðferð úti í glugga til að hressa sig við. Næsta skref er að strjúka blöðin með mjólkurvatni.
Bráðum kemur febrúar.

Monday, January 27, 2014

Jamm

Sjálfsmyndir af filmu sem ég tók fyrir skólann haustið 2012. Mér finnst svo stutt síðan. Það er stutt síðan.
Ég man hvað mér fannst þetta erfitt verkefni fyrst en svo fannst mér það eitt af þeim skemmtilegustu. Pínu veik fyrir sjálfsmyndum þegar upp er staðið. Fleiri sjálf hér
hér og hér og hér. Það er naumast.

Tuesday, January 21, 2014

Listalyst


Á laugardaginn sá ég þessa fínu veggjajurt og tré á göngu minni.
Hitti nýjasta gull vin minn sem er fínni en orð fá líst.
Sá eitt bleikt ský.
Fór á sýningu með alla fjölskylduna sem var bæði góð og slæm hugmynd. Góð af því að frænka mín var meðal sýnenda en slæm af því að ég var alltaf að týna börnunum í mannmergðinni og vera hrædd um að minnsti stigi ofan á eitthvað sem ekki mátti. Hann hagaði sér hins vegar eins og herramaður þegar hann gekk á milli verka og spurði: "Er þetta listaverk"? Ég: "Já þetta er listaverk" Hann:"Hvað heitir þetta listaverk"? Og svona gekk það þangað til hann benti á frístandandi ofn á gólfinu..."Er þetta listaverk"? Þetta er ofn sagði ég hikandi í hálfum hljóðum, þar sem ég var ekki alveg viss.
Við hefðum þurft að fara á listamannaspjall á sunnudaginn og fá úr þessu skorið.

Saturday, January 11, 2014

Jólapakkið

Innpökkunarperrinn ræður illa við sig um jólin og hann fær yfirleitt að leika lausum hala.
Hann hélt sig þó innan skynsamlegra marka að þessu sinni og eftir smá klipp og krot lét hann staðar numið.
Þriðju persónu klikkhausinn sem hann er.

Thursday, January 9, 2014

Jólasteik

Ég var búin að ákveða að vera ekkert að detta í neinn vitleysisgang um jólin hvorki innpökkunarlega né gjafalega séð...nema kannski fyrir mjög svo fáa útvalda. Sauma tvo púða og velja fáeinar myndir í stóran ramma. Ekkert mál og tekur enga stund, svo stutta stund að ég byrja bara á Þorláksmessukveldi og fer að sofa kl. 6 á aðfangadagsmorgun.
Á aðfangadag fannst mér svo alveg ómissandi að brenna greni og gekk æðislega hátíðleg og að mér fannst yfirveguð með logandi grenigrein afturábak um íbúðina til þess eins að stíga ofan á stóra rammann og mölbrjóta glerið. Stóra rammann sem lá á gólfinu innpakkaður í þykkt teppi af því að hann var svo ægilega brothættur. Stóra rammann sem ég var búin að stíga að minnsta kosti þrisvar á án þess að brjóta og án þess að færa. Ég fór að grenja, jólabarnið sem ég ekki er.

Monday, January 6, 2014

Ef ég nenni...

Ég er ekki viss um að ég tími að taka öll jólatrén niður í einu. Ég hvorki tími né nenni.

Sunday, January 5, 2014

Kyrralífið

Kyrralífsmyndir frá desember. Þær gefa ekki sanna mynd af ástandinu á heimilinu í þeim mánuði en samt....
*Hýasintur eru partur af jólunum, ég man alltaf efir að hafa farið með hýasintuskreytingu til ömmu á jólunum.
*Ég er alltaf á leiðinni að hengja upp myndir á vegginn fyrir ofan sófann, þrátt fyrir endarlausar handstöður, handahlaup og hopp í sófanum og upp við vegginn...þetta dinglumdangl verður að duga þangað til.
*Skemmtilegast að skreytimála piparkökurnar sem við kaupum.
*Þessi dúkka alltaf upp endrum og eins.
*Gluggaskraut með ilmi.
*Brúkaupsgjöf með litapalettu lífs míns, eða svo gott sem.
*Þýsk gæða dýr.
*Spreyjaðir kertastjakar og ýmsar heimagerðar gjafir frá sonum og dóttur.
*Hjarta á hvolfi.
*Þessi hefur komið fyrir áður.
*Uppi á skáp.
*Árlegt piparkökuhús skreytt í ömmu og afa húsi.
*Dramatíska jólatréð (hinu eina sanna var víst stolið úr höndum 4/5 af fjölskyldunni) fékk að standa óbreytt eftir skreytiglöðu krakkaliakkana..gott ef ég bætti ekki við ef eitthvað var.

Saturday, January 4, 2014

Smá

Smá svart hvítt í desember.
Morgun afmælisveislan hans Gríms, Funabarnið dýrkar Gremlins, selur í klakavatni, kakó með rjóma og kökuskrauti sem nýtur sín ekkert sérstaklega í svart hvítu og smáfuglarnir

Áfram

Nýtt ár. Ég er búin að senda því góða strauma og vona að það verði til fyrirmyndar.
Summan af 2014 er 7 og sjö er einmitt ein af mínum uppáhalds. Áfram 2014*