Thursday, June 3, 2010

Blúndurassar






Sjöttu bekkinga árgangurinn er eiginlega uppáhalds árgangurinn minn (ekki segja).
Þau eru svo jákvæð og skemmtileg og það flæða frá þeim skapandi hugdettur.
Ég væri til í að kenna þeim alla daga, alltaf.
Einum datt í hug að gera kökudisk á fæti og við útfærðum hugmyndina.
Meira að segja hörðustu töffararnir voru til í blúndu á sinn disk*

5 comments:

Anonymous said...

Mikið rosalega er þetta fallegt og skemmtilegt hjá þeim. Æðislegt að kenna svona inspiring krökkum :)

knús
Selma

Augnablik said...

Það er sko best!;)
xxx

Ása Ottesen said...

Dúllur þessir krakkar.

Flott hjá þeim.

xx

Augnablik said...

Játs þau eru það og ég táraðist svo sjúklega mikið þegar þau voru að útskrifast í dag,vinna stuttmyndakeppni og halda fallegar ræður og vera yndi*Snillingar framtíðarinnar*

Tóta said...

úúú mig langar í svona kökudisk