Friday, July 31, 2009

Náttúrulegt

Meiri sveitafossamyndir, jú og bolta.

Thursday, July 30, 2009

Fögur er hlíðin

Svarthvítt við Gluggafoss.
Daginn eftir að elskhuginn svaf í bílnum með mjólkurhveitisykurpulsuóþolna drengnum sínum sem fékk rosa illt í magann (af því foreldrar hans slökuðu aðeins of vel á mataræðinu) með tilheyrandi hljóðum klukkan fjegur um nótt...sem er eiginlega ekki í boði á tjaldsvæði. Sveitin er víst enn fegurri svona snemma morguns.
Við fossinn dunduðu krakkarnir sér við að kasta steinum heila eilífð og við dáðumst að þrautsegju þeirra og náttúrufegurðinni.
Svo var frjáls tími og við fórum í sund.

Himininn og...

Við fórum í fyrstu útilegu sumarsins um miðjan mánuðinn.
Fikruðum okkur rólega af stað úr sumarbústað og þaðan í Fljótshlíðina þar sem sveitin lítur út eins og mjólkurauglýsing. Tók myndir út um gluggann af himninum og því sem honum fylgdi. Okkur fannst samt vissara að slást í för með góðu fólki sem hefur nýverið fengið allar helstu græjur til þess að lifa af í nátúrunni í brúðkaupsgjöf* Öryggisráðstöfun...fyrir utan það að vera í einstaklega frábærum félagsskap.

Thursday, July 23, 2009

Blómstur


Ég ræð ekki við mig þegar blóm eru annars vegar.
Það getur vel verið að það sé klisjulegt og væmið myndefni en ég stenst það ekki. Þessi eru úr garði tengdaforeldra minna og ég held að þú þurfir að vera með hjarta úr steini ef þér finnst hjartablóm ekki svolítið merkileg...já ég er ógisslega væmin og frekar stolt af því!

Monday, July 20, 2009

Afmælisgrís

Afmælisálfur hélt upp á daginn með pompi og pragt, í glampandi sól úti á svölum/palli.
Allt var svo blómlegt, gott, skreytt, fínt og fagurt. Afmælisbarnið opnaði svo pakkana og las á kortin undir berum himni....hamingjustund*

Sunday, July 19, 2009

HúllaháfurDag einn fékk Salka þá flugu í höfuðið að það væri miklu sniðugra að fá dót í staðinn fyrir laugardagsnammi. Af því að nammi klárast strax en dót endist.
Laugardagsnammi er langt frá því að vera heilög hefð hjá okkur en þar sem mér fannst þetta svo lymskuleg og sniðug leið til að græða dót, ákvað ég að slá til.
Stórar hugmyndir sem byrjuðu sem línuskautar og rúlluskór enduðu aðeins minni...samt ekkert endilega fyrirferðarminni.

Friday, July 17, 2009

"Meiða fiska"
Eftir að við keyptum háfinn ákváðum við að fara strax að prófa gripinn. Yngsti meðlimurinn er samt ekki alveg að ná þessu veiði orði og tönglaðist sífellt á að við værum að fara að meiða fiska...við: "nei VEIÐA fiska" og hann alveg: "já meiða fiska" (hver er munurinn?)
Að því sögðu skelltum við okkur á hjólin og lögðum af stað í meiðileiðangur vopnuð háfinum og einni glerkrukku.
Ég hafði ekki búist við nema kannski 3 sílum ef við værum heppin en það var mokveiði á nokkrum mínútum krökkunum og okkur til mikillar gleði. Þegar þau voru búin að sýna öllum í hverfinu fenginn, héldum við í grill til góðra vina langt fram á kvöld.