Monday, November 29, 2010

Nr. 39 og diskójól





Vika 39...akkúrat aldrei þessu vant*
Takið ekki mark á mæðumyndasvipnum, hann endurspeglar á engan hátt tilfinningar mínar.
Fyrsti í aðventu í gær og kannski síðasta bumbumyndin. Mér fannst því eitthvað svo góð hugmynd að klæða kúluna upp sem jólakúlu í tilefni dagsins.
Þegar á hólminn var komið fannst mér diskódressið líklegt til að hræða fólk á förnum vegi svo ég tónaði mig niður í magablúndubol áður en ég fór í bæinn.

*Kitch-sí á 10 vegu*










Á hverri aðventu enda ég á því að hrúga einhverju á bakka og kalla það krans.
Í fyrra varð sá klassíski fyrir valinu.
Í þetta sinn prófaði ég 10 mismunandi útgáfur við sama stef.
Aðeins meira hér.

Friday, November 26, 2010

Afslöppuð endurnýting








Tók myndir í frábæru barnaherbergi um daginn.
Meira hér

Wednesday, November 24, 2010

Nr. 38...sirkusdýr




Vika 38 er runnin upp og rúmlega það.
Nú finnst mér að Trölli megi fara að láta sjá sig...það hljóta að vera takmörk fyrir því hversu langt bumba getur náð?

Monday, November 22, 2010

Frá mér til mín...













Í haust gaf ég sjálfri mér Diana mini myndavél í afmælisgjöf.
Ég var svo spennt að sjá útkomuna að ég tók næstum heila filmu í einum hjólatúr. Þarf að æfa mig á hana og næst ætla ég að prófa svarthvítt.

Sunday, November 21, 2010

Blúnduklipp



Blúnduföndur með einfaldasta móti.
Hjörtu eru mér greinilega hjartfólgin en auðvitað er hægt að klippa út hvaða form sem er.
Meira hér.