Thursday, January 31, 2013

Vertu sæll

Síðasti dagur janúar, velkomin sértu febrúar.

Monday, January 28, 2013

Titrandi tár

Gói bekkjarbangsi fékk að koma í heimsókn um helgina.
Við áttum semsagt að skifa niður það sem á daga hans dreif í þar til gerða bók sem fylgir honum og skila að heimsókn lokinni. Hann dvaldi hjá okkur í góðu yfirlæti og umsjónarmaður hans annaðist hann af mikilli alúð og var fannst mjög mikilvægt að hann upplifði sömu hluti og hann eins og að borða hamborgara, heimsækja ömmu sína, kynnast dótinu hans, horfa á teiknimyndir, hitta ömmu og afa,bursta tennur, fara á bókasafnið og kíkja á kaffihús.
Hann varð samt ótrúlega blúsaður (eiginlega pínu brjál) á kaffihúsinu þegar hann sá að það var farið að dimma og áttaði sig á því að hann hefði eitt öllum tímanum í bænum í staðinn fyrir að leika heima með Góa.
Við skrifuðum svo niður það sem górillan hafði dundað sér við og límdu nokkrar myndir inn því til sönnunar og forráðamaður Góa var himinsæll þegar hann rifjaði upp allar ljúfu stundirnar, væminn á svipinn.
Þegar Funheita barnið var að fara að sofa sagði hann mér titrandi röddu að hann væri bara alveg að fá tár í augun...það hefði verið svo gaman hjá þeim og hann ætti eftir að sakna Góa svo mikið.
Hvorki skap né tilfinningalaus þessi tifandi tímasprengja með titrandi tár á hvarmi.

Thursday, January 24, 2013

6 mínútur á dag

Dagurinn hefur lengst um næstum tvo klukkutíma síðan hann var allra stystur. Mér finnst ég finna óvenju vel fyrir því allt í einu eða kannski finnst mér þetta alltaf. Í það minnsta mjög gott.

Tuesday, January 22, 2013

Glansandi

 Meira úr myndatökunni í Vísindatjaldinu ógurlega. Glimmer, glys og glampandi elegans.

Brakandi

 Á milli jóla og nýárs þegar snjónum byrjaði að kyngja niður um nótt og ég var vakandi til að fylgjast með út um gluggann.

Saturday, January 19, 2013

Hildur Yeoman

Fékk að taka myndir af Hildi Yeoman fyrir portrait verkefni í október.
Ég valdi þessa til að stækka en tók gommu til viðbótar og líka í lit. Á þeim sést fagurblái augnskugginn og maskarinn auk litríku klæðanna í anda Hildar. Set þær inn síðar.
Hildur er annars að gera svo fallega og fína hluti sem má sjá betur hér, blogg hér og facebook síðu hér.

Fínu bollarnir

Þennan dag.Þegar frænkurnar komu í heimsókn og klæddu sig upp í búninga og drukku heitt kakó úr fínu bollunum og ég fékk að taka myndir af þeim fyrir portrait verkefni. Dóttir mín var ekki samstarfsfús og fannst ég vera eyða dýrmætum leiktíma þeirra í vitleysu en þær voru meira en til. Ég stækkaði ekki þessar en ég set þær kannski inn við tækifæri. Þær voru að vanda sig svo mikið að þær líta út fyrir að vera pínu skelkaðar á sumum myndanna,þær eru það samt ekki.

Thursday, January 17, 2013

Reglulega

Eins gott að fylgja sundreglunum.

Úr fortíðinni

Haustskógarferð síðan í fortíðinni og dúkkan sem skógarálfurinn fann var alveg örugglega úr fortíðinni.

Wednesday, January 16, 2013

Allskonar

Allskonar litir og mynstur finnst mér best.

Tuesday, January 15, 2013

Eldfuglinn

Restin af filmu síðan í haust. Birta og peysuveður í skóginum.
Líka hér og hér og hér.

Monday, January 14, 2013

Duló

Æðislega duló í Vísindatjaldinu sem er annars virkilega furðulegur staður.
Módel: Signý Þórhallsdóttir
Aðstoð við allskonar og allt: Ólöf Þóra Sverrisdóttir
Myndir: Kolfinna (ég)

Hringrás

Sýnishorn úr myndatöku í Húsdýragarðinum þegar veðrið var vont, ekkert ljós á hringekjunni og frekari útimyndataka fauk út í veður og vind. Plan D varð fyrir valinu. Meira um það síðar.
Ólöf Þóra Sverrisdóttir aðstoðaði mig við förðun, stíliseringu og allskonar og Signý Þórhallsdóttir er la supermodelo*

Sunday, January 13, 2013

Nærsund

Nærmyndir úr sundlauginni.

Sund


Laugardalslaugin.
Í haust átti ég notarlega stund fullklædd í sólinni og fékk að taka heila filmu henni til heiðurs.

Sunday, January 6, 2013

Verði ljós

Meira úr gönguferðinni í byrjun desember í leit að efni í verkefni.
Það var svo fallegt veður þennan dag, bjart, stillt og snjóföl yfir öllu. Ég hafði gengið um alein í garðinum fyrir utan eina konu og barn og tekið myndir. Þegar ég gekk yfir í Grasagarðinn sá ég allt í einu ljósin kvikna á hringekjunni og flýtti mér aftur tilbaka að taka myndir af henni uppljómaðri.
Þegar ég ætlaði að notast við hana í myndatöku núna um daginn var öryggið farið og engin ljós, bara rok,rigning og grátt. Sjáum hvað setur.
Ég kem þá bara aftur.