Monday, August 31, 2009

Blátt + rautt= best


Fjólublár hefur verið uppáhalds liturinn minn síðan ég var 10 ára.
Þá fór ég til Bandatríkjanna og fékk fjólublátt Bloomingdales veski og keypti mér fjólubláan samfesting með hvítum röndum sem varð samstundis uppáhalds flíkin mín. Litir eru af hinu góða en þá vissi ég að fjólublár væri sérstakur fyrir mér og það yrði ekki aftur snúið.
Amma mín heitin var með fjólublátt þema í svefnherberginu sínu...fjólublátt blómaveggfóður, fjólublá húsgögn og fjólubláan Furry koll sem hefur fylgt mér frá því ég var 13, gott ef gardínurnar voru ekki fjólubláar líka. Hún var með annað herbergi þar sem appelsínuguli liturinn réð ríkjum með blómaveggfóðri, málningu og mumblum. Fataskápurinn hennar var eins og nammiland á litinn og ég hugsa oft til hennar þegar ég er að missa mig í litalandi*
Síðar málaði unglingurinn ég herberið mitt líka dökkfjólublátt og fannst það töff, þangað til mér fannst ég vera að kafna í pínulitlum kassa (mörgum árum síðar)...gæti samt verið af því að það var líka dööökk blátt. Já, segjum það.
Mér finnst fátt meira róandi en að blanda málningu og þegar nemendur mínir biðja um einhvern sérstakan lit sem ekki er til í túpu, verð ég svo himinsæl og viljug til að eyða aðeins of löngum tíma í verkið.
Rauður er góður og blár líka en saman eru þeir bestir***

Saturday, August 29, 2009

Flýjum hvurt?
Verslunarmannahelgi.
Síðustu ár höfum við viljandi haldið okkur sem mest heima við yfir þessa helgi. Árið í ár var engin undantekning, fyrir utan bíltúr á Flúðir þar sem bróðir og co. höfðu komið sér fyrir í það skiptið.
Veðrið hefði varla getað verið betra, krakkarnir léku við hvern sinn fingur í alls kyns bralli og brasi, furðubátakeppni og endalaust af hýsum af tagi sem ég kann vart að nefna. Brakandi ferskt grænmeti við vegakantinn (hljómar undarlega þegar ég segi það og skrifa...vegagrænmeti) þar sem borgað er í bauk og jarðaber sem voru tínd ofan í okkur jafnóðum.

Wednesday, August 26, 2009

Friðsælt....


...Í Viðey næstsíðasta dag júlímánaðar.

Monday, August 24, 2009

Komið við í Viðey
Fagran dag í júlí komum við við í Viðey.
Fengum okkur kaffi,skoðuðum,lékum okkur á stultum (sem ég er annars meistari á...gæti dansað tangó á stultum),hjóluðum, upplifðum eyjuna upp á sitt fegursta og tókum síðustu ferjuna heim bara við fjegur.
Mig langaði að vera lengur og gista, já eða bara eiga heima þar þann daginn.