Wednesday, April 17, 2013

Sirkus

Karnivalstúlkan er komin í vorskap og skiptir yfir í lit.

Thursday, April 11, 2013

Salí

Páskarnir eru salíslök týpa. Þá er nauðsynlegt að kíkja í sumarbústað og hitta fullt af skyldmennum elskhuga míns af öllum stærðum og gerðum og spila, leika, lesa og slaaaka.
Á Páskadag er ómissandi að skella sér í páskaeggjaratleik sem verður metnaðarfyllri með hverju árinu sem líður. Nú voru vísbendingarnar m.a. faldar ofan í klósettinu, krakkarnir svöruðu gátum, leystu misflóknar vísbendingar,sungu lag fyrir langömmu sína, púsluðu saman korti og dönsuðu hókí pókí til að vinna sér inn súkkulaði.

Saturday, April 6, 2013

Róleguheitin

Dag einn þegar minnsta barnið svaf og systir hans var ekki heima fékk Funi að baka og njóta sín aleinn.
Hann bjó líka til nútímalistaverk úr því sem hendi var næst og leyfði mér að mynda þau þegar hann hafði bent mér á besta sjónarhornið.

Tuesday, April 2, 2013

Spegill

Grímur vill gera allt eins og stóri bróðir sinn...allt.