Tuesday, June 22, 2010

Glampandi gull



Ég hef ekki gengið með úr í mörg ár.
Fann aldrei það sem ég leitaði að og er enn að gráta fína úrið sem var í lokuðu búðinni í Baxe.
Nú get ég hætt að gráta því ég gróf upp gömul úragull frá mömmu og pabba (myndirnar gera þeim ekki alveg nógu góð skil vegna glampa)... fyrsta úrið er fermingarúr móður minnar.
Næsta mál á dagskrá er að finna úrsmið sem getur vakið þau til lífsins.

4 comments:

Áslaug Íris said...

Þvílíkir gersemar!
Gullfalleg!
x
Áslaug

Augnablik said...

Já þau eru ótrúlega falleg og ég get næstum haft eiit á dag til skiptis í heila viku...eða blinga þeim á mig öllum í einu;)
xxx

ólöf said...

falleg:) reyndar sá ég stelpu um daginn með tvö falleg úr um úlniðinn og það var frekar smart bara:) ég er alltof léleg við að ganga með úr, mörg falleg til..þessi úr eru bjútífúl..pabbi gengur með fermingarúrið hennar mömmu held ég, eða allavega úr sem mamma átti áður, skiptir svo bara um leðurólar þess á milli en það er enn í góðu lagi:)

Augnablik said...

Ég get alveg trúað að það hafi verið fallegt...verð að koma þessum í gagnið sem allra fyrst*