Wednesday, December 31, 2014

Gleði um jól




Þessir æstu jólahoppusnúningar eru reyndar frá því í fyrra en það gildir einu.
Gleði um jól. Gleðileg jól.


Thursday, August 7, 2014

Droplaug

Einhverntíman í apríl klippti ég út dropa úr svartri límfilmu og setti á vegginn inni í stofunni minni.
Hver hefði trúað því hvað sú veggskreyting varð í takt við sumarveðrið...ég tek samt enga ábyrgð.

Monday, July 21, 2014

Veðurfréttir

Einhvern dag í júlí fórum við á ströndina síðdegis og sannfærðum okkur um að það væri víst gott veður. Það kom þegar við fórum upp úr sjónum og pottinum, klæddum okkur og hættum að reyna að vera í sólbaði sem reyndist rigningaúðabað.
Þá kom veðrið og það var gott.

Sjálfsbjargarviðleitni

Í fyrradag þegar við áttum hvorki mjólk í kaffið né súkkulaði með því. Enginn fór út í búð.
Flóuðum kókómjólk í kaffið og flikkuðum aðeins upp á suðusúkkulaðið.  Ljómandi sem það nú var.

Wednesday, June 25, 2014

Sólin og svoleiðis...



Nú er ég að secreta sól og blíðu, fast og vel.
Þessi sól er síðan í Brighton í september, það var ekkert mikið af henni en sól er alltaf sól og ég gæti þegið skammt.

Friday, May 9, 2014

Gott,gott...

Apríl kom og fór en ekki hér.
Hér er maí eða réttara sagt júlí á síðasta ári. Gildir einu. Snæfellsnesið er í uppáhaldi.
Gott er gott.

Friday, March 21, 2014

Gleðisprengja

Leifar af afmæli síðan einhverntíman í nóvember. Ég er ennþá að finna eitt og eitt snifsi á víð og dreif og um daginn væna hrúgu á bak við mynd á stofuveggnum. Það er vel þess virði að sprengja eins og eina gleðibombu sem gerir allt aðeins betra á augabragði.

Wednesday, March 19, 2014

Óður til frelsis og töfra

Ég veit ekki hvað kemur yfir mig við þessar fyrirsagnir en ég kenni Þorsteini Joð um þetta.
Frelsisstytta, Óði hattarinn og galdramaður voru öskudagsóskirnar í ár.
Galdramaðurinn var fljótgerður og mætti afgangi litla skinnið. Frelsisstyttan tók líka furðu stuttan tíma en ég líktist sennilega óðum hattara þegar ég æddi út í búð með heita límbyssuna að kaupa límáfyllingu fyrir hattagerðina nokkrum mínútum í lokun. Já og klippti djúpt í fingurinn á mér við hnappagatagerð. Ég vissi að að það myndi einhverntíman borga sig að eiga 10 metra af appelsínurauðum flauelsgardínum. Hverfið hennar ömmu er svo vænlegast til nammivinnings og krakkarnir stóðu sig hetjulega að hlaupa á milli húsa í endalausu snjókomunni. Þessi snjór kom annars sjálfkrafa inn á myndirnar þegar ég hlóð þeim inn á picasa og mér fannst það svo lúðalega frábært að ég leyfði honum að vera. 

Monday, March 17, 2014

Svínslegt



Sitthvað bleiktóna á heimilinu í dag...