Saturday, September 22, 2012

Heimsókn

Innlit til dularfullu kanínunnar fest á filmu.
Þar er allt frekar tjúllað og hresst fyrir utan kanínuna sjálfa...hún er aldrei hress.

Tuesday, September 18, 2012

Sveifla

 Verslunarmannahelgin byrjaði vel í góðra kvenna hópi. Hver annari litríkari og frábærari.

Saturday, September 15, 2012

Stilla og smella

Ég er sumsé að æfa mig að taka á filmu aftur, með misjöfnum árangri.
Krakkarnir spyrja stundum hvort myndavélin sé biluð því ég er svo lengi að stilla og smella af.
Ég verð samt að viðurkenna að ég hef saknað hennar.

Friday, September 14, 2012

Á sömu slóðum

 Ævintýraleiðangur á filmu.

Filma

Myndir teknar á filmu, dag einn í dalnum.

Thursday, September 13, 2012

Afmælismorgun


9. Afmælisdagur dóttur í ágúst.
Hún er komin á það stig að fá þurrskreytingar og silkiborða utan um pakkana sína. Ég er í það minnsta komin á það stig.
Afmælismorgun heldur áfram að vera stórmál á hverju ári og við gerum okkar besta við að uppfylla væntingar afmælisbarnsins hverju sinni. Við gátum að vísu ekki breytt veðrinu en það rigngdi aldrei þessu vant svo plön um sumarkjól á ströndinni fuku út í veður og vind á mjög svo dramatískan hátt. Við buðum hinsvegar frænkum og bestu vinkonu í hádegismat og kaffiboð, 6 börn fóru á frumsýningu í bíó, borðuðu uppáhaldsmat og glensuðu út í eitt.
Fínasta fínt.