Tuesday, June 30, 2009

Undirbúningur
Föstudagur á Sólheimum í Grímsnesi.
Undirbúningur brúðkaups Bjarkabró í hámarki. Kristall,kerti og nýtínd blóm.
Þetta var aðeins byrjunin á dásemdinni sem á eftir kom.

Wednesday, June 24, 2009

Hvernig ER lífið?


Dóttir góð á það til að spá og spekúlera um lífið og tilveruna...eiginlega bara mjög mikið.
Um daginn var hún að tala við pabba sinn og segir: "Hvernig ER lífið...hvernig byrjar lífið? Er allt svart eða byrjar maður dáinn og lifnar síðan við eða?" Hvað gerist þegar maður deyr, verður allt svart eða fer maður til himna og verður með englunum og Guði"?
Pabbinn: "Jaaa, það veit enginn alveg hvað gerist þegar maður deyr".
S: Jú tveir...Guð og Jesú.
Það er eitthvað svo einfalt og fallegt við barnatrúnna.
Eitthvað sem ég vildi að maður gæti haldið í alltaf.
En ekkert er eilíft og alltaf bætast nýjir englar við.
Svo mikið vitum við.

Monday, June 22, 2009

Saturday, June 20, 2009

Gleði!Fengum systrafrænkur í heimsókn á fimmtudagsmorgni.
Um kvöldið hjólaði ég í ofur spennandi saumó að hitta langþráð jarðaber,fegursta kettling veraldar og opnaði kassa sem innihélt mjög svo óvæntar gleðifréttir!

Thursday, June 18, 2009

MánudagsdramaVið mæðgur áttum mjög svo góðan frídag saman á mánudaginn.
Sátum á bæjarbekk frekar snemma morguns miðað við okkar stíl,skoðuðum mannlífið, gengum laugarveginn þveran og endilangan, leituðum að kisum,skoðuðum í búðir, fórum á bókasafn og enduðum í pönnukökum og kaffi hjá góðvinkonu.
Þegar Salka var svo að fara að sofa sagði hún: "Mamma það var bara fínt veður í dag akkuru málaðiru ekki húsið ,þú ert svo draaamatísk"!!! Svo skellihló hún að eigin fyndni. Ég alveg "já segir dramadrottningin" og hún alveg "sá er það sem segir það síðast" og ég alveg "iiii sömuleiðis og spegill" og hún alveg "face"!

Tuesday, June 16, 2009

Rómað stuð......Rómó stund?
Partýið heldur áfram og fjörið í algleymi.
Mér virðist samt ekki hafa tekist að festa fjörið sérstaklega vel á mynd en trúið mér að börnin fóru gegnblaut heim úr brútal vatnsbyssu og blöðruslag...börn vs. fullorðnir.
Salka bætti vatnsbyssu inn á afmælisóskalistann sinn um leið og hún kom heim og gjörði slíkt hið sama fyrir bróðir sinn.

Monday, June 15, 2009

Stóri
Frændi okkar sem hefur hlotið viðurnefnið "stóri" fyrir aftan nafnið sitt, hélt upp á 3 ára tilvist sína á sunnudaginn með heljarinnar húllumhæi.
Kisukökunni var breytt í hákarl í stíl við þemað,pöddur skriðu um allt borð,afmælissöngurinn sunginn undir harmonikkuleik eins og lög gjöra ráð fyrir og afmælisdrengurinn sjálfur lék á alls oddi.
Að loknu áti og pakkaopnun færðist fjörið út...í næsta kafla*