Thursday, March 28, 2013

Sjálfsagt

Ég heimsótti þessa frábæru týpu um daginn og fékk að taka mynd af henni í herberginu hennar. Alveg þangað til hún rak mig út til að geta átt kósýtíma með vinkonu sinni. Ég virði það.

Sunday, March 24, 2013

Sögur

Meira úr heimsókninni um árið og nú úr íbúðinni sem mér finnst geyma óteljandi sögur.
Fermingamyndir, græjurnar við saumavélina, ávísunin frá Vigdísi Finbogadóttur, kögurlampinn, húsfreyjan sem lítið barn og mamma hennar, kaffisett úr fiskibeinum, snyrtiborðið sem lokast og lítur þá út eins og loðið hylki og fylgdi með einu stórkostlegasta rúmi sem ég hef augum litið, rúmið sjálft og allt sem því fylgir, perlur og prjál, glerskápurinn í stofunni og bollarnir í forstofunni.

Friday, March 15, 2013

Persónulegi trúbadorinn


Ég gerði verkefni í persónulegri heimildarljósmyndun um svefnherbergið hennar mömmu.
Bók með myndum og persónulegum texta sem ég læt ekki fylgja með.

Saturday, March 9, 2013

Sitt lítið af hverju

 Meira af einum hressasta mánudegi í manna minnum.
Hjólatúr, matur á bryggju, gangstéttarteipun, húllabúðir, ströndin, leðurköttur, blómakjólasjósund og gólfæfingar í fyrirmyndar félagsskap gerðu daginn ógleymanlegan.

Sunnanvindur...

Ég á engar myndir af óveðrinu á miðvikudaginn en þessar eru frá mjög gleðilegum mánudegi í sumar.

Saturday, March 2, 2013

Þokast

Einhverntíman í byrjun febrúar þegar við fórum í bíltúr úr sólinni yfir í þokuna og heimsóttum m.a.veiðisafnið á Stokkseyri og borðuðum ljúffenga pizzu á Kaffi Krús á leiðinni heim. Mæli með báðum stöðum.
Þokan er eins og rúllugardína á neðstu myndinni.