Wednesday, December 31, 2008

Gaukur
Á næstsíðasta degi ársins fórum við í kaffi til góðrar æskuvinkonu.
Yndisleg íbúð og félagsskapur en páfagaukurinn sem einu sinni var kvenkyns fugl að nafni Flauta breyttist einn góðan veðurdag í strakafúgl sem hefur ekki en fengið nýtt nafn...stal algjörlega senunni. Fékk að fljúga frjáls og settist á höfuð viðstaddra, þeim til mismikillar gleði. Sölku fannst mjög svo mikið stuð að hafa hann á hausnum og langaði að sjálfsögðu að eiga hann. Mig líka en sonurinn var ekki sammála.

Tuesday, December 30, 2008

...piparkökur bakast

Bökuðum piparkökur eftir matinn í gær... með smá hjálp frá Jóa Fel.
Salka hnoðaði og flatti deigið og fyllti svo heila plötu alveg sjálf en Funi lét sér nægja að stinga sitt útflatta deig í spað og segja veiiiii og vááá til skiptis!Þau voru bæði mjög stolt.

Innlit
Eftir dýragarðinn litum við inn til góðvina.
Spjölluðum,drukkum kaffi og heitt kakó og kjömmsuðum á laufabrauði,konfekti og smákökum...svo ótrúlega,huggulegt,kósí og jóló.

Monday, December 29, 2008

Mjá...3/4 fjölskyldunnar fóru í Húsdýragarðinn í dag.
Það sló alveg í gegn en skemmtilegast var samt að fara á hestbak (bæði tvö), skoða selina sem minna mig alltaf á hunda og leika í vísindatjaldinu. Sorrí skinkubitar og co. það er bara soldið vond lykt af ykkur...pfff borgarbörn!!
Sumum fannst samt langskemmtilegast að klappa fýlulegri kisu og gefa henni brauð með pestói. Ég get alveg skilið það.
Vildi óska að nýji elskhuginn minn hefði verið með í för en það var rigning þegar við lögðum af stað svo ég tók ekki sénsinn.

Jólagrautur


Smá jólagrautur í gær.
Mjög svo góður grautur en ég þakka samt fyrir að vera ekki með þynnkumaga alla daga...það sem ratar ofan í mig á þeim stundum er eitthvað svo miklu verra en venjulega. Kók í lítravís, súkkulaði, nammi og bara eitthvað nógu vel sveitt. Ég varð því fyrir "örlitlum" vonbrigðum þegar kokkurinn tilkynnti steiktan fisk í kveldmat. Fiskur gerir akkúrat ekkert fyrir mig á svona dögum! Þegar ég keyrði Sölku í heimsókn til frænku sinnar, kom ég við á ónefndum skyndibitastað á leiðinni heim og keypti mér 1 ostborgara..bara einn þó mig hafi eiginlega langað í 2. Kom svo heim og borðaði grænmetissúpu og fisk í eftirmat. Klikk? Nei,nei..bara smá lasin.
Á morgun kemur nýr dagur.

Saturday, December 27, 2008

GullFórum út á Álftanes á jóladag. Borðuðum dýrindismáltíðir, smökkuðum uppskeru af berjavíni,fengum eftirrétt sem hefði hæglega dugað fyrir 25 manns en var einmitt passlegur fyrir okkur,villingarnir spiluðu "afmælissönginn" fjórhent á píanó og við spjölluðum við arininn...næææs!

Friday, December 26, 2008

Gleði og friðar jólAðfangadagur var ljúfur eins og lög gera ráð fyrir.
Pakkarnir voru tilbúnir í tæka tíð..rétt svo. Yndislegur matur sem kokkasnillinn framreiddi. Humar,kalkúnn og möndlugrautur (ég fékk möndluna heiðarlega í fyrsta skipti ;),rauðir sokkar, frábærlega vel heppnaðar gjafir,konfekt,jólakort og allir sáttir og sælir.

Nótt

Gleðileg jól og farsælt komandi sítt hár.
Nokkrar myndir frá aðfangadagskveldi... eða nótt, kannski bara jólanótt?