Saturday, February 21, 2015

Hauslaus

Miðjubarnið sá um að gleymast ekki þennann öskudaginn. Á meðan systkini hans voru með lágstemmdari óskir um pönkara og indjána lét hann sig dreyma um að vera maður sem hélt á hausnum á sér. Verandi sökker fyrir draumum og búningaveseni, lét ég til leiðast á síðustu stundu og sá ekki eftir því.
Það  var mjög hamingjusamur hauslaus maður sem vaggaði um þann daginn ásamt sterkasta manni í heimi.

Tuesday, February 17, 2015

Namaste

Fjögurra ára Funabarn úr fortíðinni minnir á mikilvægi þess að kjarna sig.
Þó að hann hafi verið með æstara móti sjálfur á sínum fyrstu árum átti/á hann alltaf auðvelt með að finna innri frið...inn á milli.

Wednesday, February 11, 2015

Febrúar...

Ég hef alltaf kunnað frekar vel við febrúar. Þessar eru teknar í byrjun febrúar þegar sólin skein.
*Blómin soltin í smá birtu og teygja sig í áttina að glugganum.
*Ég lét skera speglaform fyrir mig og límdi á ganginn.
*Ætlaði að hafa lifandi dagatal á krítarveggnum en það fraus mánudaginn 2. febrúar.
*Blómin eru glaðari með febrúar.
*Í febrúar fékk ég mér bleika peysu og setti upp lukkuhálsmenin. Vona að þau virki.