Saturday, June 29, 2013

Nærandi

Í maí fékk ég að taka myndir af fastagestum Vesturbæjarlaugar.
Ég einbeitti mér að morgungestunum frá kl. 6:30-8:00 og sundleikfiminni á þriðjudögum og fimmtudögum. Yndislega elskulegt fólk sem fannst í fínu lagi að ég kafaði um og tæki myndir af þeim næra líkama og sál. Ég set mér háleit markmið um að verða svona frábær einn daginn.
Tónlistin við leikfimina er ekki síðri.

Thursday, June 27, 2013

Tvær


Meira af þessum frábæru systrum.

Monday, June 10, 2013

Happ húrra!Þennan sama dag þegar við tókum okkur pásu frá partýundirbúningi og skruppum í Hafnarfjörðinn, þar sem veðrið var undursamlegt, við skáluðum og krakkarnir léku út um alla Hellisgerði.
Nýsýsluðu við fengum okkur svo hamborgara í fagnaðarskyni, týndum heilu föturnar af blómum til skreytingar í laugardagsveisluna og ég sem hef leitað að fjögurra blaða smárum allt mitt líf fann  fjögurra blaða smára í annað skiptið á ævinni og mun veglegri en þann fyrri, einmitt þegar ég var ekki að leita og trúði varla mínum eigin augum.

Sýslað

Já og úr því að ég er að fara yfir gamlar myndir þá eru hér nokkrar frá síðasta föstudegi júlímánaðar 2012, þegar við ástmaður minn til 16 ára létum sýsla okkur saman í Hafnarfirðinum við látlausa athöfn með allra nánustu fjölskyldu.

Sunday, June 9, 2013

Lalaland

Tölvugarmurinn minn bilaði fyrir þónokkru síðan. Ég er að nota aðra núna og finnst ég ekki alveg á heimavelli og vantar allskonar myndir og dótarí. Fann samt þessar myndir síðan í haust þegar ég umbreytti rúmi miðjudrengs í leikmynd...jább það voru líka grímur.