Monday, December 29, 2008

Mjá...







3/4 fjölskyldunnar fóru í Húsdýragarðinn í dag.
Það sló alveg í gegn en skemmtilegast var samt að fara á hestbak (bæði tvö), skoða selina sem minna mig alltaf á hunda og leika í vísindatjaldinu. Sorrí skinkubitar og co. það er bara soldið vond lykt af ykkur...pfff borgarbörn!!
Sumum fannst samt langskemmtilegast að klappa fýlulegri kisu og gefa henni brauð með pestói. Ég get alveg skilið það.
Vildi óska að nýji elskhuginn minn hefði verið með í för en það var rigning þegar við lögðum af stað svo ég tók ekki sénsinn.

2 comments:

Anonymous said...

hver er nýji elskhugi þinn??

Augnablik said...

Mmm já hún er svört,yfir meðallagi í stærð og sjúúúklega myndarleg...tataaa nýja myndavélin mín;D!!