Friday, December 26, 2008

Gleði og friðar jólAðfangadagur var ljúfur eins og lög gera ráð fyrir.
Pakkarnir voru tilbúnir í tæka tíð..rétt svo. Yndislegur matur sem kokkasnillinn framreiddi. Humar,kalkúnn og möndlugrautur (ég fékk möndluna heiðarlega í fyrsta skipti ;),rauðir sokkar, frábærlega vel heppnaðar gjafir,konfekt,jólakort og allir sáttir og sælir.

No comments: