Tuesday, December 16, 2008

Mamma mia!

Skipulagði skautaferð með bekknum hennar Sölku síðasta fimmtudag.
Á nefnilega að heita bekkjarfulltrúi og fékk bömmer yfir að vera ekki búin að gera neitt. Ég sendi sumsé miða heim með börnunum daginn áður en herlegheitin áttu að fara fram og lét fólk svo mæta klukkutíma áður en svellið opnaði fyrir almenning.Töff!..býst fastlega við nokkrum vinsældarstigum þar. Ég meina hverjum finnst ekki gaman að horfa á fyrirvaralausa listdansskautaæfingu yngri flokks.
Þetta heppnaðist annars mjög vel í alla staði þó svo að skautadiskóið hafi verið full Abbaþemað fyrir minn smekk.

2 comments:

Anonymous said...

ohhh þetta er svo skemmtilegt :)
mæli með skautaferð hjá okkur stóru stelpunum líka víííí

selur

Anonymous said...

Já það er hugmynd! Ég skellti mér einmitt með á skautana og var eiginlega hissa hvað mar var ekki alveg búin að gleyma gömlum múvum..passaði mig samt að vera ekkert að sýna mig of mikið til að særa ekki nýgræðinginn hehe;D Sumir komu samt augljóslega til að skauta.
Best væri að náttla að komast á Rauðavatn eða tjörnina..eeen þá þá þyrfti reyndar að redda skautum..já Kolla og aðeins meira blablablaaaaa ;)
xxxKOlur sjálfur