Monday, December 22, 2008

Í skýjunum...


Nokkrar skemmtó stelpur skelltu sér á jólahlaðborð á laugardaginn... hátt,hátt uppi. Svo hátt uppi að bílarnir litu út eins og leikföng og við fundum fyrir nærveru Guðs.Það var mjög svo huggulegt (hlaðborðið,félagsskapurinn,,já og auðvitað nærvera guðs;)
Skildum báða drengina eftir heima svo við stelpurnar hefðum meira næði til að borða og spjalla. Salka borðaði eggjahræru og eftirmat en spjallaði og spekúleraði þeim mun meira. Sagði meðal annars einni að þegar hún hafi verið í maganum á mér þá hafi hún sko séð allan matinn sem ég borðaði..og hann var mjög hollur...mhmmm, ég meina hún sá hann.

No comments: