Sunday, December 7, 2008
Fruss!
Átti einstaklega ljúft föstudagskvöld með nokkrum hjartagullum.
Fórum í frussumyndaleik og duttum í gólfið af hlátri með tárin í augunum eftir nánast hverja einustu mynd...þetta er leikur sem verður bara ekki gamall!
Spjölluðum,skoðuðum gamlar danskar barnabækur sem gestgjafinn góði náði að bjarga frá glötun. Sem betur fer. Fallegustu bækur sem ég hef séð í langan tíma.
Vöktum óvart litla orminn sem var meira en til í að taka þátt í fjörinu og sýna listir sínar,okkur til mikillar gleði.
Ég hélt svo vöku fyrir mömmu hans með rabbi fram á nótt.
Næs.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment