Tuesday, December 9, 2008

Byssukall


Matarboð hjá góðvinum á laugardagskvöldið.
Funheitur réði sér ekki fyrir kæti yfir öllu gauralega dótinu sem var í boði..risaeðlur,ljótir kallar, hnífar,sverð og byssur voru í miklu uppáhaldi. Sumt hélt ég að hann hefði aldrei séð áður en vissi samt aðeins of vel hvernig það virkaði. Skildi byssuna varla við sig.
Salka minntist líka á að sitt herbergi væri ekki eins stelpulegt og þetta 9 ára stelpu herbergi . Ljósakrónan vakti skiljanlega mikla lukku og líka allt fína og litríka smádótið.
Krakkarnir 4 enduðu á því að sofna öll mjööög seint í sama rúmi og við hin(ar) blöðruðum á við 10 frameftir nóttu.

7 comments:

Anonymous said...

Vá Vá Vá Vá !!!!
Svona fallega krónu hef ég bara aldrei á minni stuttu ævi séð !!!
Þvílíkt augnakonfekt ! Svona konfekt vil ég fá í minn jólapakka :D

Var einmitt í óðaönn að setja inn nýja myndir á síðuna okkar meðan þú skildir eftir svo fallega kveðju til okkar.

Er strax farin að hlakka til Póllandshittings í Vestmannaeyjum þó svo það viti enginn af honum ennþá nema bara við tvær híhí.

Faðmlög og kossar :*

(verification word : holegg hihí)

Anonymous said...

hvað er eila málið með þetta strákaeðli!
mikael var einmitt svo "heppinn" að fá 1 stk byssu í ammógjöf frá ónefndum aðila he hömm og hann bara tók hana og byrjaði að skjóta alla með látum um leið.
Ég meina Tanja gerir enn svona píúú, píuu afar nett.
Gauragangur!
Selmundur

(og já verification word: gentive -nett perró ;)

Anonymous said...

Já trúiru þessu!!? Mig minnir að hún sé úr Urban outfitters og það hafi verið haft ágætlega fyrir því að koma henni til landsins í jólagjöf eitthvert árið..alveg
ómaksins virði namminamm.
Við verðum þá bara tvær í eyjum að kjammsa á prins og eldspúandi sterkum kebab..já og sötra 13 faldann beilís;D

Ég hefði sko aldrei trúað þessu ofbeldisdótaeðli nema upplifa það á eigin skinni...það er ekki eins og hann sé umkringdur vopnum daginn út og inn á hugleiðsluleikskólanum eða heimilinu..býr þau bara til úr kexi eða eitthvað í staðinn.
Ég segi sko alltaf píúú,píúú ofsa nett;)
Word:bitate
Ástxxx

Anonymous said...

Takk fyrir frábært kvöld kæra fjölskylda... þetta var sko alveg eins og maður á að hafa það :-)

Mikið rétt ljósakrónan er úr Urban Outfitters... yndisleg búð!!!

Sumir strákar hafa ótrúlegan áhuga á þessu blessaða ofbeldisdóti og því ljótari sem kallarnir eru, því betra... þannig er það bara og mun líklega alltaf vera.

Hlakka til næsta hittings

kv. Margrét

Anonymous said...

ó já, sú búð er unaðsleg fyrir augun. Hef aldrei skili hvers vegna hún hefur ekki látið á sér kræla hérna í Second Hand Reykjavík :D
(word : ectalim)

Augnablik said...

Yndislegt kvöld..algjört fyrirmyndar;)
Þessi ljótukalla og vopnadýrkun..á maður nokkuð að reyna að sporna við þessu..verða þeir þá ekki bara alveg klikk úllar sem fá útrás fyrir bælda vopnadýrkun síðar. Leyfum þeim bara að leika lausum hala með byssur og eldhúshnífa ;)
Fjóla ég vona að Maggi sé með ectalim.. bahahaha.. ehh skrifaði ég þetta
Margir kossarxxxx

Anonymous said...

bwaaaa ....
já, veistu, held það bara híhí, allavega tókst okkur í sameiningu að búa til tvo fallega einstaklinga ;)