Tuesday, December 2, 2008

Lögreglumál







Kvöldsund er með því betra sem til er í heiminum.
Hvar annarsstaðar færðu tækifæri til að gera það sem mamma þín bannaði þér alltaf= hlaupa úti með blautt hár í frostinu og á sundfötunum að auki, renna næstum í hálku hálfalsber,stíga berfættur á steina sem reyndust vera gróft salt, fara í gufubað og kalda sturtu á eftir og svo heitan pott aftur og heyra þar frábærar sögur frá fleira fólki sem er líka hálfalsbert.
Heyrðum eina frábæra sögu í þéttsetnum heita pottinum þar sem maður einn sagði frá reynslu sinni af barnum Coba cabana í Rio de janero. Hann pantaði sér cappuccino og þjónninn varð að ósk hans en bauð honum svo dömu að auki. Maðurinn sagðist nú hreinlega vera orðin of gamall fyrir slíkt (hann tók það fram að hann gerði sér grein fyrir að þetta hafi ekki verið rétta svarið) Skömmu síðar kom þjónninn aftur og nú með matseðil. Maðurinn sagðist ætla að láta cappuccinoinn duga en þjónninn bað hann endilega að líta á seðillinn. Við nánari athugun kom í ljós að þjónnin var með Viagra pillur í hendinni. Maðurinn hló bara og sagði þjóninum að þetta virkaði örugglega ekkert á hann ...svona til að eyða umræðunni að eigin sögn. Þjónninn fer en kemur að vörmu spori aftur með aðrar pillur og segist alveg fullviss um að þessar virki! Sagan virkar annars mun betur, sögð í heitapotti undir karlalegum hlátrasköllum og manni sem ætti að segja sögur allan liðlangan daginn.
Einhver bætti svo við að Í Mexíkó dreifðu þeir Viagra á alla yfir sjötugt og allir rosa glaðir...sumir sögðu meira að segja að áhrifin entust í allt að 12 tíma..brosandi allan hringinn.
Það var líka önnur saga um gel í poka, réttarball og hjartsláttartruflanir en við geymum hana að þessu sinni.

Ég byrjaði og endaði á því að fremja gróft lögbrot með því að taka myndir inn í klefanum..svo fleppuð!!!

4 comments:

Anonymous said...

Já, þetta er lögreglumál :D Vona bara að þú þurfir ekki að sitja inni vegna þess að þú ert svo fleppuð ;)

Alltaf gaman að sögum sögðum að góðum sögumönnum :D
Vona að þið hafið átt unaðslega sundferð saman !

Hlýjar kveðjur úr vetrinum sem var að skella á Eyjarnar rétt í þessu.

Augnablik said...

Hehe ég gæti í það minnsta átt von á kæru fyrir fleppness.
Ég elska góðar sögur og ég mæli með kvöldsundi nú eða morgunsundi.Það er reyndar óraunhæfur möguleiki í mínu tilfelli en ég gæti trúað góðum sögum í pottunum.
Veturinn hefur aldeilis verið lengi á leiðinni til ykkar..hann var sko löngu kominn hingað.

Ást og kossar
xxx

Anonymous said...

Hvenær kemur svo jólaskrautamyndablogg fyrir Jóla-Fjólu ;)

Anonymous said...

Fyndið að þú skulir segja það..ég var einmitt að taka upp smá jólaskraut áðan og taka myndir af sumu..nema hvað. Þarf samt að safna fleirum fyrst Jóli minn ;)