Monday, December 29, 2008

Jólagrautur






Smá jólagrautur í gær.
Mjög svo góður grautur en ég þakka samt fyrir að vera ekki með þynnkumaga alla daga...það sem ratar ofan í mig á þeim stundum er eitthvað svo miklu verra en venjulega. Kók í lítravís, súkkulaði, nammi og bara eitthvað nógu vel sveitt. Ég varð því fyrir "örlitlum" vonbrigðum þegar kokkurinn tilkynnti steiktan fisk í kveldmat. Fiskur gerir akkúrat ekkert fyrir mig á svona dögum! Þegar ég keyrði Sölku í heimsókn til frænku sinnar, kom ég við á ónefndum skyndibitastað á leiðinni heim og keypti mér 1 ostborgara..bara einn þó mig hafi eiginlega langað í 2. Kom svo heim og borðaði grænmetissúpu og fisk í eftirmat. Klikk? Nei,nei..bara smá lasin.
Á morgun kemur nýr dagur.

6 comments:

Anonymous said...

ohh hvað ég hefði gefið fyrir að vera með ykkur skvísum ..hefði reyndar alveg viljað sleppa þynnkunni ;)

knúsar
Seli

word: uncabl -hvað þýðir það! er ég e-ð fötluð, er tölvan að skila því til mín pifff

Augnablik said...

Hehe nei mar, það er ekkert að marka ef maður sleppir henni;D Líka svo gaman að ÉTA!
Þú kemur næst ó já;)
Sjáumst á miðvó.
xxx

Anonymous said...

Oh, þið eruð svo dugleg í alls konar skemmtilegum hittingum *öfund*
Þarf að fara að virkja mína fjölskyldu og vini í einhverju svona skemmtilegu að gera .... :D

Augnablik said...

Eg trúi ekki öðru en að þið séuð á fullu svingi í félagslífinu;)Svo erum við líka á leiðinni og þá sko...;D
xxx

Anonymous said...

Þetta var svo gaman og hann var svo sætur þessi litli sæti Jamiriquai gæi :) Alltaf til í að grautast með þér kafteinn Kolur. En vá, ég var ekkert eðlilega ölvuð hehe og mér fannst frábær hugmynd að fá sér skot þarna undir lokin. Hvað gerist í heilanum?
Knúsi
Frilli

Augnablik said...

Ohh já Frilli minn tilli þetta var svo mikið stööð!!Við vorum báðar komnar með hiksta undir lokinn og ég sem hélt að það gerðist bara í teiknimyndunum ;D Já og sorrí að ég borðaði næstum alla pítsuna þína..heilinn fer sumsé í graut,jólagraut..hohoho ehe
xxxSé þig og þína á morgun