Wednesday, December 17, 2008

Frómas



2 jólahlaðborð um helgina.
Það fyrra var í vinnunni minni og í einhverju rugli hafði ég tekið að mér að vera veislustjóri ásamt annari..uuu ég var einhvernveginn viss um að við biðum bara góða kveldið og gjöriði svo vel..það var helber misskilningur.Samstarfskona mín reyndist veramjög svo metnaðargjarn veislustjóri og við enduðum á því að skipta 3svar um dress, stofna kór og útbúa myndband sem tók dágóðan tíma að klippa til.
Gaman þegar upp var staðið og mjög gott á mig. Spurning um að tjilla samt aðeins á kvöldförðuninni..sjizzz.
Vinnustaður elskhuga míns borðaði svo afar fínan jólamat saman á laugardagskvöldinu (kæra dagbók)...maturinn var langt um betri en á mínu en skemmtiatriðin ekki eins. Evróvisjónfari söng þar 2 lög sem var alveg nóg og við skelltum okkur södd og sæl á Fm belfast tónleika þar sem svitinn lak úr loftinu og við skókum okkur fram eftir nóttu. Stustustustustudio line!

4 comments:

Anonymous said...

Mikið hefði ég vilja vera viðstödd þína kennaraskemmtun.

Augnablik said...

Hehe þú gætir hafa haft gaman að því;)

Anonymous said...

Já gekk þetta ekki bara vel... var einmitt orðin spennt að heyra hvernig þetta hefði gengið allt saman :-) og voru dressin ekki að vekja gríðar góða lukku?

Kv. Margrét

Augnablik said...

Þetta gekk alveg þrusuvel og þær gömlu héldu vart vatni..voru svo lukkulega með þetta allt saman;D Dressin gerðu svo algerlega útslagið..held ég skipti um starfvettvang í snarhasti barasta..nú eða ekki;)
xxx