Fórum út á Álftanes á jóladag. Borðuðum dýrindismáltíðir, smökkuðum uppskeru af berjavíni,fengum eftirrétt sem hefði hæglega dugað fyrir 25 manns en var einmitt passlegur fyrir okkur,villingarnir spiluðu "afmælissönginn" fjórhent á píanó og við spjölluðum við arininn...næææs!
4 comments:
Hæ Kolur minn. Fallegar jólamyndir og falleg myndavélin sem speglast í gull jólakúlunni, var að senda ykkur stúlkunum email um áramótaboðið góða. Sjáumst bráðum. Knús í krús, ábbilíus
Takk,ég gæti ekki verið glaðari með gripinn og úlalala ég hlakka svoo til:D!!!
Jæja, loksins komin á heimaslóðir og komin í samband við tölvuheiminn. Veit samt ekki hvort það sé svo gott. En það gleður mig alltaf að droppa hérna við hjá þér og skoða allar fallegu myndirnar þínar, hreyfðar eða óhreyfðar :D
Enn og aftur, innilegar hamingjuóskir með fallega jólavinninginn þinn :D Fallegur gripur sem hlakkar án efa til að fanga öll fallegu mómentin þín :D
Og já, heyrðu, fórum í sússí til Steina og Ásu í gær. Ekki að kítla mína bragðlauka :þ Þetta fer ekki svo vel í munni, bara of stór og klíjulegt fyrir pempíuna mig :s En kannski seinna, við annað tækifæri og hjá öðru mun það kannski bragðast mun betra, hver veit, ég hef allavega ekki gefist upp, soyasósan og wasabi-ið var mjög gott en bitarnir e-ð svona smá mis :s Hlakka til að smakka þitt einn góðann veðurdaginn :D
Faðmlög og kókosbollukossar :*
(word : coffic, fyrir nýþroskuðu kaffibrgaðlaukan eftirréttadrottningarinnar :D)
Hehe já var ekki gott að fá smá frí frá netinu?Ég saknaði þín samt;)Mmm já vinningurinn minn góði, elska hann!
Takk fyrir yndislegt jólakort og bréf sem jók spennuna um helming vúbb,vúbb!!
Við skulum gera dásamlegt byrjendasúzí handa þér, litla og netta bita án fisks og með nóg af soja,wasabí og súrsuðu engiferi sem er algjörlega ómissandi!
Fáum okkur svo djúsí eftirrétt og kaffi í dúkkubollum..get ekki beðið!:D
Of mikið af!!!!!!!!!nei,nei aldrei og mikið!!!!
xxxÁSt til ykkar
Post a Comment