Monday, December 15, 2008

Afmælissúzí












Sússímatarboð með afmælisívafi á þriðjudaginn.
Sushi er eitt af mínu uppáhalds. Ég hefði aldrei trúað því. "Glætan að einhverjum finnist hrár fiskur og hrísgrjón uppáhaldsmaturinn sinn...hvaða plebbaskapur er þetta"? Ég ét þá staðhæfingu ofan í mig með bestu lyst í dag. Þetta skiptið var líka alveg einstaklega vel heppnað,litríkt og fagurt. Allra hugrakkasta smáfólkið kjammsaði meira að segja á kræsingunum en það var ekki mitt fólk í þetta skiptið. Kannski með seinþroska bragðlauka eins og mamma sín...annað þeirra í það minnsta.
Heimagert konfekt,kaffi, gasblöðrur og skemmtilegt dótarí fullkomnuðu kveldið.

5 comments:

Anonymous said...

váhá.. hvar voruði í ammói??
þokkalega girnilegur nigiri diskurinn.. hentar borðarekkiþangfólki eins og mér alveg svakalega vel...

Anonymous said...

Það segi ég sama, frekar girnilegt.
En, ég er einmitt akkurat með svona seinþroskaða bragðlauka og hef bara alls ekki lagt í sussýið ennþað :s Skamm á mig, ég veit ég veit .....
Hver veit nema í framtíðinni ég eigi eftir að pína þetta ofan í mig til að vera cool, we´ll see !!!!!

Anonymous said...

Við vorum hjá Bjarkabró og co. og ekki bara girnilegt heldur eitt það besta súzí sem ég hefi smakkað!Og ég er ekki bara að segja það til að vera töff;)
Alls ekki pína sig, þá er tilgangnum engan veginn náð..byrja rólega og njóta,njóóóta..eða bara sleppa ehe;D
xxx

Anonymous said...

Gvuð minn góður hvað þið eruð frábærir gestir kæra svilkona! Ekki bara falleg, skemmtileg og klár heldur líka svo frábær að láta alþjóð vita um málið. Það leiðist mér alls ekki neitt.

Ég mun vanda mig að velja fallega diska undir sushíið næst þegar ég hef einhver völd í eldhúsinu. Myndirnar skipta jú máli. Og já, kaffikönnumyndin er alger snilld.

Augnablik said...

Nei þið eruð frábær..nei þið..nei þið!Ókei jafntefli. Já og af því að ég veit að alþjóð skoðar þessa síðu fannst mér mjöög mikilvægt að koma dásemdunum á framfæri;D
Mér finnst bezt er að hafa engin völd í eldhúsinu..nema kannski til að velja stell og diska hehe.
Schnillingar!
xxx Gó nótt