Wednesday, June 30, 2010
Nr. 17 ávextir og forboðin ást...
17 vikur.
Í dag útbjó ég fjólubláan dásemdardrykk og í kvöld sá ég loks Rómeó og Júlíu trylla lýðinn.
Ég sá það eftir á að drykkurinn var eiginlega vandræðalega mikið í stíl við kvelddressið*
Saturday, June 26, 2010
Hugguleguheitin
Fimmtudagsboð til góðvinkonu*
Veðrið var svo mikið met að það var yndi að hjóla í boðið í útlandahlýjunni.
Gestgjafinn sýndi fram á snilli sína í tertuskreytingum og graslauksblómin heilluðu mig upp úr skónum. Þau smakkast líka alveg eins og graslaukur en ekki sápa eins og útlitið gefur til kynna.
Fagrir bangsaapar/dúkkur og engilfríður bræddu mig eins og fyrri daginn.
Friday, June 25, 2010
Thursday, June 24, 2010
Nr. 16, villiblóm og ógeðisdrykkur
Vika 16.
Einu sinni sáði ég fínum blómafræjum, hugsaði afar vel um þau og beið spennt eftir að útkomunni...sem varð villiblómið valmúi. Ég miskildi eitthvað myndina á pakkanum en varð engu að síður ofsa stolt.
Já og stundum verður maður að fá sér sellerí og gúrkudrykk sem er vonandi jafn hollur og hann er vondur til að jafna út bömmer yfir Aktu Taktu ostborgaratilboðskjammsi...hvað ég elska hamborgara!
Wednesday, June 23, 2010
Tuesday, June 22, 2010
Glampandi gull
Ég hef ekki gengið með úr í mörg ár.
Fann aldrei það sem ég leitaði að og er enn að gráta fína úrið sem var í lokuðu búðinni í Baxe.
Nú get ég hætt að gráta því ég gróf upp gömul úragull frá mömmu og pabba (myndirnar gera þeim ekki alveg nógu góð skil vegna glampa)... fyrsta úrið er fermingarúr móður minnar.
Næsta mál á dagskrá er að finna úrsmið sem getur vakið þau til lífsins.
Monday, June 21, 2010
Nr.15 og jarðaber
Subscribe to:
Posts (Atom)