Tuesday, January 5, 2010

Látlaus afhöfn






Piparkökuhúsið sem Salka skreytti fagurlega hjá ömmu sinni og afa var brotið við látlausa athöfn með rósóttum hamri á milli jóla og nýárs.Í þetta sinn var það ekki rykfallið og var etið fljótt og örugglega af 4 frændsystkinum og forráðamönnum.
Við eigum ennþá eitt ósamsett og óskreytt sem gæti vel verið slakandi janúar verkefni.
Ég bíð eftir að metnaðurinn segi til sín.

6 comments:

Anonymous said...

jommmmí.... það á einmitt að ráðast í þetta verkefni hjá okkur á morgun... síðasti dagur jóla og allt það :) mikil tilhlökkun að fá að narta í herlegheitin.

Kv. Margrét

Augnablik said...

Já það er auðvitað mjög svo viðeigandi að kjammsa á því á síðasta degi jóla;)
Sjáumst svo á laugardaginn lambið mitt ljúfasta*
xxx

Anonymous said...

Laugardaginn segirðu ... ég hef sko ekki herra til að fara með mér :( ... sé til hvort ég herði mig upp í að mæta ein og óstudd í þennan líka góða félagsskap... er eiginlega mest undir barnapíunni minni komið :)

kv. Margrét

Augnablik said...

Júhúts þú verður að koma!
Ég skal vera herra...ég er vön úr dansi hér í den;)
Bíð þér á deit***
kv.
Kolfinnur

Fjóla said...

jamm jamm jamm, alltaf best gotterýið þetta fallega skreytta :) eigum einmitt eitt ósamsett og óskreytt sem ráðist verður í eitthvern góðan janúardag, og jafnvel bara kjammsað á sama dag ef út í það er farið :) engar hömlur þegar kemur að þessu gotterýi !
Hugs and kisses :*

Augnablik said...

Vei gaman að eiga svona skemmtó eftir*
Svo má alltaf nota þetta í afmælin sem eru á næsta leyti.égvar oft með piparkökuhús i afmælinu mínu og ég á afmæli í september;)Skemmtilegast var samt að brjóta það með kjethamri og gæða sér á nammihrúgunni sem leyndist inni í því***