Sunday, January 18, 2009
Rykfallið
Ég keypti poka með allskyns pöddum,risaeðlum,kakkalökkum,hestum og svínum í hinum góða hirði handa syninum. Uppáhaldið hans er górillan og risakóngulóin. Annars var hann yfir sig glaður með þetta allt saman. Soldið spes samt að sofa með kakkalakka og kóngulær í rúminu sínu.
Tvíburatrúðarnir fengu að fylgja með í kaupunum..mér fannst þeir góðlegir. Kannski er ég að komast yfir fælnina?Ég verð búin að panta látbragðsleikara í næsta afmæli áður en ég veit af. Krakkarnir fengu að baða fenginn þegar ég var búin að sjóða. Ekki varð gleðin minni þegar það mátti loksins brjóta rykfallið piparkökuhúsið.Mmmmm.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Besta góssið er oft það rykfallda :D
E-ð sem laumast upp á yfirborðið alveg óvart á óvæntum stað og gleður lítil hjörtu svo óskaplega.
Heppinn lítill pöddumaður þessi Funi ykkar :*
Já ég er með sérlegt fetish fyrir svoleiðislöguðu,veit fátt skemmtilegra.Það þarf ekki mikið til að gleðja þessa litlu pöddu okkar, þarf heldur ekki mikið til að koma honum úr jafnvægi heldur ef út í það er farið;D
Kossar xxx
Post a Comment