Sunday, November 30, 2008
Metnaður
Hádegisboð, bazar,piparkökuhúsagerð og sunnudagsmatur á eftir.
Það vantaði ekki metnaðinn í frænkurnar 5 í skreytingunum og frændanum í því að borða kremið þegar hann vaknaði.Þegar pressan var orðin of mikil og sumir brotnuðu niður undan skreytingarálaginu og fóru bara að leika sér,tóku foreldrarnir við.
Þá fyrst sagði metnaðurinn til sín! Frizz átti sennilega vinninginn. Hann fann sig einstaklega vel í skreytihlutverkinu og talaði um að þetta minnti hann á bíla og flugvélamódelgerð forðum daga. sumsé algjört spaa. Byrjaði fyrstur að líma húsið saman og lauk keppni laaang síðastur..sannkallaður sigurvegari
Brenndir fingur (af sjóðheitu sykurlíminu)..við skreyttum endalaust.
Þemað átti ekkert skilt við naumhyggju.
Saturday, November 29, 2008
Loksins...
Loksins náðum við að halda upp á afmæli sonarins.
Við erum búin að reyna u.þ.b. allar helgar síðan hann átti afmæli. Það er þó ennþá afmælismánuðurinn hans...rétt svo.
Mér finnst gaman að halda afmæli og mér finnst það nauðsynlegt. Í þetta skiptið fannst mér börnin líka einstaklega róleg og góð. Ég held ég sé ekki að ímynda mér það og þau voru ekki einu sinni fá. Dugleg að borða, dugleg að leika og gáfu svo skemmtilegar gjafir sem urðu uppáhald afmælisbarnsins um leið og þær komu úr pappírnum.
Takk fyrir okkur.
Friday, November 28, 2008
Lífið í lit
Thursday, November 27, 2008
Garngrautur
Um það bil tvisvar í mánuði safnast fullt af konum saman með prjónana sína.
Þessar konur tengjast hvorri annari á ýmsan hátt og eru m.a. mömmur,ömmur,langömmur,systur,frænkur,mágkonur og tengdamæður hvorrar annarar. Fjölskyldan B. megin.
Þetta finnst mér svo skemmtileg hefð og ótrúlega gaman að sjá allar litlu peysurnar, húfurnar, kragana, ermarnar o.sfrv.úr mismunandi garni í öllum regnboganslitum. Sumir hafa enga reynslu af prjónaskap á meðan aðrar eru ekki langt frá því að vera atvinnumenn... sem er mjög góð blanda.
Mér finnst skemmtilegast að sjá hvað hinir eru að gera,tala,láta mig dreyma um að verða einhverntíman svona klár,koma inn á áhugaverð og falleg heimili, borða fíneríis kökur og kaffi...ó já og prjóna.
Wednesday, November 26, 2008
Batteríislaus
Ég fór í svo fínt afmæli í gærkvöldi. Yndislegur matur, vinkonur, jólaleg skyrkaka,besta Tiramisu sem ég hef á ævi minni smakkað, endalaust af frábæru myndefni og já batteríislaus myndavél!
Held ég verði að fara aftur í heimsókn, endurleika kveldið og taka gommu af myndum.
Ég sagði annars að ég hefði farið á bókasafnið á mánudaginn og hér með sanna ég það.
Monday, November 24, 2008
Alveg sjálf...
Það lá eitthvað svo vel á mér í dag.
Ég byrjaði á því að glaðvakna upp úr þurru kl. 5:30, alveg sjálf og sofna náttúrulega strax aftur alveg sjálf..þá fannst mér ég hafa grætt fullt af svefni. Vaknaði svo aftur fyrir klukkan 7 áður en klukkan hringdi...alveg sjálf og eitthvað svo vakandi! Þetta er eitthvað sem gerist ALDREI svo ég upplifði þetta skiljanlega mjög sterkt ;) zzz eru ekki örugglega allir sofnaðir?
Skólakrakkarnir voru bara fyndnir og skemmtilegir í dag og það er alltaf plús.
Einkasonurinn græddi svo ferð á bókasafnið á meðan systirin var í dansi. Það er efni í annan myndaþátt (sorrí það verður ekki hjá því komist).
Þegar við komum heim völdum við smákökuuppskrift sem svo heppilega vildi til að innhélt ís líka. Uppskriftin sagði það sko, ég fattaði ekki upp á því að smyrja honum á milli..þó mér hefði hugsanlega dottið í hug að mylja þær ofan í ísinn.
Ókei það lítur kannski út fyrir að ég geri ekki annað en að borða og baka kökur en það er ekki satt...ég borða líka deigið.
Mér finnst líka hrærivélin, vigtin, svunturnar og kakó og lyftiduftsdósirnar svo fínar að ég bara verð.
Erfitt.
Sunday, November 23, 2008
Sunnudagskósí
Fórum í ótrúlega kósí sunnudagskaffi með gömlum vinkonum og fullt af börnum.
Ég mátti til með að taka soldið mikið af myndum af allskonar ómótstæðilegu.
Stjörnuljós sem mér finnast alltaf svo falleg, pínulítil sofandi með ofurfína glimmerslæðu, heimaföndruð skál með óvæntum skilaboðum á botninum sem munu minna á þessa tíma um alla eilífð, frekar reiður Luke skywalker, loftbelgur, sími sem ég girnist, öfundsverð ritvél, blóm, notarlegt teppi, Ísland á ferðatösku, bumba og fullt af litlum fingrum út um allt.
Subscribe to:
Posts (Atom)