Saturday, January 23, 2010
Aðdáunarvert
Í litlu myndavélinni minni reyndust myndir frá desemberkaffisopafundi hjá ofurkonu einni.
Meistaralegt piparkökuhús sem vakti bæði þjóðerniskennd og einlæga aðdáun,
kaffi sem skildi eftir hjarta á botninum og fagurt skraut í loftinu.
Mér fannst svo leitt að vera ekki með almennilega myndavél að ég gleymdi t.d. alveg að mynda heimagerðu sykurpúðana í líki ískristala og fullt af öðru fínu*
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
Og hvað segja spákonur og hjarta í botni kaffibolla ??? Getur ekki annað en verið e-ð dásamlegt í vændum !
Maður skyldi halda eða í það minnsta vona að það boði eitthvað svo mikið gott*...sérðu líka prófílin á andlitinu hliðina á hjartanu?;)
xxx
já maður ! sá það einmitt, og þetta er einmitt sami prófíllinn og á einu fjalli hérna í eyjum ! Ætli sé einhver skildleiki ??? ;)
xoxo
Mmmm hvað mig langar í góðan latte núna. Hef ekkert drukkið kaffi í meira en viku og er að deyyja langar svo í :) Kannski við ættum að fá okkur einn á föstudaginn??
Love
Nú,það skyldi þó aldrei vera að þetta þýddi ástar og skemmtiferð til Eyjunnar þinnar fögru;)
Omms já mig dauðlangar í rjúkandi hádegisbolla með þér á föstudaginn*
xxx
Kizzzzz
Ó, það hljómar vel, folaferð til okkar ! Tek frá eina blíðviðrishelgi í sumar undir ástarfund og ævintýri.
Húhúhú þarna er það hjartað! Ívar fékk rosa hjarta um daginn líka .) ég held að þetta sé eitthvað rosa.
Vei,
Ævintýraogástarstundarfolaferðaafundur
"Hmm já hjarta í bollanum mínum"... reyndi að vera ótrúlega kasjúal þegar mér fannst þetta brjálæðislega merkilegt!;)
Þú gerir allt með hjartanu og það er sko eitthvað rosalegt í bígerð*
Post a Comment