Wednesday, April 15, 2009

Moli





Ég held ótrúlega mikið upp á gamlar, fallegar barnabækur og ligg á mínum eins og ormur á gulli.
Hjartað mitt hoppar af hamingju þegar ég sé svona mola og ekki skemmir fyrir þegar þær eru á 40 kr. íslenskar, frá 1965 og hreyfimynda þar að auki.
Fann hana í antikbúð í Baxe, þar sem gamlar krúttlegar konur skrautskrifuðu hjá sér í stílabók allt sem þær seldu, enginn búðarkassi bara blýantur og bókin góða. Hlýlegar góðar konur og girnilegt góss svo langt sem augað eygir.
Tvímælalaust ein af mínum uppáhaldsbúðum þar í borg.

2 comments:

Fjóla said...

*dreymin* oh, mig langar aftur til Baxe ...

Augnablik said...

Mmmmmm dreymi,dreym mig líka*
xxx