Sunday, April 26, 2009

Bráðnauðsynlegur óþarfiÞað er ótrúlegt hvað dagurinn lengist ef maður kemur sér út fyrir hádegi.
Hjólatúr var góð hugmynd.
Þegar heim var komið fannst mér eitthvað svo nauðsynlegt að útbúa heitt kakó. Svona til að koma örugglega út í mínus. Þetta er samt svona létt og froðukennt kakó sem mann langar að synda í...mjööög létt!
Og af því að ég gerði frekar lítið af því, setti ég það í pínulitlu dásemdardúkkubollana sem gera allt svo miklu betra. Þess vegna var ég gráti næst þegar mér tókst að brjóta þann ljósbláa... búhúhúúú. Fór beina leið í Koló að borga skuldina mína og leyta eftir nýjum en fann engan sem jafnaðist á við þann brotna. Kom þess í stað heim með barbíkjól.
Ég er samt ekki hætt að leyta...rétt að byrja og hef það á tilfinningunni að það þurfi jafnvel nokkra til að bæta tjónið.
Nú ef ekki þá á ég alltaf myndir og minningar í slómó með fallegu lagi undir. Sniff,sniff.

4 comments:

Lára said...

En leiðinlegt að heyra með beautiful bláa..
Ég hef samt fulla trú á því að þú reddir þessu fyrr en seinna..
knús í kakó

Augnablik said...

Já ég er svo blue...nei,nei ég redda þessu kaupi mér eitthvað til að fylla tómarúmið. Er það ekki það sem mar á að gera??
Kakóknús ehhh Lalli...iii djók!
Sé þig vonandi á morgun
xxx

Fjólmundur said...

Þeir eru svo fallegir þessir dúkkubollar, og kaffið úr þeim náttúrulega mun betra en í öllum öðrum bollum hehe.
Leitt að heyra með þann bláa :( En efast samt ekki for a second að þú finnir ekki staðgengil :)

XOXO

Anonymous said...

Þeir eru æði og stór þáttur í því að ég held áfram að pína kaffið ofan í mig ;)
Ég ætla að nota þetta sem afsökun fyrir öllu sem ég kaupi...keypti t.d. silkiborða í gær sem eru bein afleiðing af brotna bollanum.
Kossar
xxx