Monday, April 20, 2009

Stafir




Tók bókina "Heyrt en ekki séð" með mér heim, þar sem blindur maður sem flýgur til fjarlægs lands í leit að lækningu, segir ferðasögu sína.
Þegar ég ætlaði að borga var ég bara með stóran seðil (úúúú) og bóksalinn gat ekki skipt. Það var samt í góðu lagi og hann sagði að ég borgaði bara næst þegar ég kæmi.
Fallegt og heimilislegt.
Auðvitað kem ég aftur.

2 comments:

Fjóla said...

Já, mjög svo fallegt og heimilislegt. Hélt nú bara að þetta tíðkaðist ekki lengur í henni höfuðborginni, hérna á Eyjunni okkar góðu er þetta reyndar allt svona hehe, borga bara næst :)

En sé að þú hefur skellt þér í Koló og sé allt það sama og ég sá híhí .. En reyndar missti ég af þessum gullfallegu pastelbollum, vá hvað þeir eru fallegir !

Hvenær á svo að skella sér í folaferð til Eyjunnar okkar :)
Koss á kinn :*

Anonymous said...

Já ég get ímyndað mér heimilisbraginn á eyjunni þinni ;)Það er yndi að hitta á svona einstaklinga. Ég fer pottþétt næstu helgi og kaupi meira hjá honum.
Hehe já er það,verst að við vorum ekki saman í leiðangri.Ég missti reyndar líka af dásemdarbollunum sem voru með gullskeið og allt...rétt náði að taka mynd á meðan framtíðareigandinn fór í hraðbankann :( Keypti mér einn rósóttan í sárabætur.

Folaferðin er tvímælalaust aaalveg á næsta leyti ííhaaa!!
xxx