Sunday, April 19, 2009

Pastel
Eitt sinn var engin maður með mönnum nema mála herbergið sitt í dísætum pastellitum. Ég var engin undartekning og þegar ég var 8 ára valdi ég búðingsbrúðarmeyjakjólableikan tón (nema aðeins ljósari) á mitt herbergi. Það leið ekki á löngu þar til ég fékk velgju af litnum og þegar ég var um 12 ára grátbað ég móður mína um að fá að mála upp á nýtt. Henni fannst ekki nokkur ástæða til þess að verða við þeirri bón...ég hafði jú valið litinn sjálf á sínum tíma. Á endanum greip ég til minna eigin ráða og málaði dagblaðaopnur með restinni af dökkbláa litnum sem bróðir minn málaði sitt úllaherbergi með. Þakti svo einn vegg með máluðu blöðunum og reddaði þar með mannorði mínu mjög svo lipurlega ehhh.
*Eftir fund með ljúfri vinkonu rölti ég salíslök um Koló og rakst m.a. á pastelliti og fleira ...svo miklu fleira fínt.
Meira um það síðar.

2 comments:

Ása Ottesen said...

Ég elska Pastel :) Þeir eru svo hlýjir og væmnir.
Góð saga..hehehe!!

Love ási

Augnablik said...

Já,dýrka þá og dáiáiii!Mig langar annars að hitta þig fljótt..sakna þín*
Ást og friður
xxx