Thursday, April 23, 2009

Gulur og rauður...
Sumardagurinn fyrsti er fyndinn dagur.
Við hættum okkur út í rigninguna, hlustuðum á unglingahljómsveit spila og horfðum á son okkar heillast upp úr skónum af hetjunum, andlitsmálning, hoppukastali og rennblautir sokkar af því að hoppukastalinn var á floti. Það kom ekki að sök og við ákváðum að þetta væri bara alls ekki nóg. Það er komið sumar og við í stuði. Kjarvalstaðir voru því næsta stopp. Þar skoðuðum við framtíðina, fórum í eltingaleiki við apaketti á milli þess sem við þurrkuðum stresssvitan af efrivörinni og reyndum að líta út fyrir að vera gúrkusvöl. Ég kem tvímælalaust aftur.
Og af því að humar rímar við sumar bauð móðir mín upp á graflax... já og dýrindis humarsúpu og af því að ég sá hvert þemað stefndi var ég búin að baka gulrótarköku og gulrætur eru jú hvernig á litinn??

No comments: