Tuesday, April 7, 2009

Nananabúbú!!

Hver ákvað að allir krakkar ættu skyndilega að segja nananabúbú , brúnn bleikur banani appelsína talandi, eða "ég segi út af þér"??
Veit ekki. En ég veit að mér finnst matur bestur ef ég þarf ekki að elda hann sjálf.
Við vorum svo heppin að fá sunnudagsmatinn eldaðan fyrir okkur í heimahúsi. Mágkona mín bauð upp á nýbakað nanbrauð og grillaðar kjúklingabringur með jógúrtsósu. Draumur að hafa svona góða kokka allt í kring um sig.
Nananabúbú!

No comments: