Tuesday, April 7, 2009

Í sömu körfu

Öll fjölskyldan fékk vibbaflensu síðustu páska, í öðru landi og með fullt af gestum.Við vorum gestgjafarnir. Allar fyrirætlanir um skoðunarferðir, páskaföndur, matarveislur, og stuuuð þurrkuðust að mestu út í hitamóki, beinverkjum og meðvitundarleysi.
Pant ekki aftur.
Nú er annað upp á teningnum og við föndrum þar til við verðum fjólublá í framan. Frænkurnar hafa nú þegar framleitt fjöldan allan af forkunnarfögrum páskaeggjum og það er bara byrjunin...eða ekki.
Mörg eff annars.

9 comments:

Ása Ottesen said...

Hvað eru mörg eff í því?? Hvað er páskaplanið??? Langar að hittast í kaffi og svona. :)

Love ása

Anonymous said...

Bléstu úr öllum þessum eggjum? Þú ert últrahúsmóðir góð og eggin eru svo falleg :)
HHS

Augnablik said...

Eina planið er að skreppa aðeins í bústað um helgina..fyrir utan það er ég frjáls eins og fuglinn og óska þess heitast að hitta þig í kaffispjall ;)

Nei ég lét nú duga að sjóða þau..þá getur maður bara borðað þau strax ef þau brotna sem þýðir minna drama*
Samt fallegt af þér að trúa því að ég legði í slíkan metnað ;)
xxx

PáskaHarpa said...

Körfulán:)

Augnablik said...

Já,okkur vantaði einmitt svoleiðis ;)

Fjóla said...

Ætlaði einmitt að fara að hrósa þér fyrir svona mikinn blástur hehe .... úff, hefði nú ekki lagt í að blása úr þeim öllum !

Alltaf svo gaman að skreyta egg og gera þau svona litrík og falleg. Elska líka páskaföndrið sem börnin koma með heim af leikskólanum, svo ótrúlega fallegt allt saman hjá þeim :)

Hafið það gott í bústað um páskana.

Gleðilega páskasól :*
xoxo

Augnablik said...

Held að það sé ekkert spes fyrir blóðþrýstinginn og taugarnar að blása svona mikið..útblástur,áblástur, innblástur.
Leikskólaföndur og krakkaföndur yfirleitt er best;)
Takk og hafið það sömuleiðis ljúft á eyjunni og plís já páskasól*
xxx

Anonymous said...

ég verð bara að fá að óska þér gleðilegra páska í ár þar sem það var meira "pása" í fyrra og ekkert "k" með í leiknum, ;)
en yndislega falleg páskaegg og litrík að vanda :)
njótiði ykkar vel um helgina, og takk fyrir góðan göngutúr og kaffisúp

knúsar
Selur

Augnablik said...

Hehe ég játa mig sigraða..þú ert betri í orðaleikjum en ég. Var ekki búin að pæla í páskapásu;D Þú ert líka páskaeggjameistari og úr súkkulaði þar að auki..sem slær öllu við ;)
Gleðilega páska sömuleiðis og ávallt svo dásamlegt að hitta ykkur kærustu.
Hlakka til næst og næst og næst....
Bíbííííííí(lóan)*