Sunday, April 5, 2009
Dömufrí
Hitti vinkonur í laugardagsbrunch.
Maginn minn heimtaði hamborgara og ég hlýddi með glöðu geði.
Tók mér frí frá fjölskyldunni hálfan daginn og slæptist í bænum, skoðaði blöð,plottaði með hugmyndir og drakk nýja uppáhaldið mitt í góðum félagsskap. Cappuchino með smá karamellusýrópi...ég er smákrakki og ég fíla það svo ég fékk mér tvo.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Alltaf missi ég úr þegar ég er í Reykjó.
En hlakka alltaf jafn mikið til að koma og skoða þegar heim á eyjuna góðu er komið.
Og aldrei verð ég fyrir vonbrigðum, alltaf svo skemmtilegar og fallegar myndirnar þínar og frásagnir.
Leitt að við skildum ekki geta slæpst saman í annað sinn, þetta fer að verða vandamál hehe ... En svona er þetta bara víst þegar maður býr á landsbyggðinni, ég var bara búin að gleyma því :)
En þetta fer þá bara að verða enn meira spennó og tilhlökkunin meiri og meiri eftir stefnumótinu okkar híhíhí ....
Kíkti nú samt í Koló en náði ekki að klófesta þetta gómsæta páskaegg, en augað klófesti marga fallega muni þó svo að buddan hafi kannski ekki náð því hehe ....
XOXO :*
Það verður áreiðanlega mjög svo rómantískt augnablik þegar við sameinumst loks á ný eins og aðskildir elskhugar, allt í slómó og eitthvurt dásamlegt lag undir..get ekki beðið!
Gaman að þér finnst gaman að skoða og líka gaman hvað þú ert dugleg að skrifa :*
Alltaf svo gaman í Koló,Maggi verður þá bara að föndra sitt eigið draumaegg.
xxx
Mmm takk fyrir þennan draumadag! Tek undir með allt sem Fjóla segir um fallegu síðuna þína, þótt ég sé ekki alveg jafndugleg að skrifa. Ég reyni bara alltaf að senda þér falleg hugskeyti í staðinn! Finnurðu ekki fyrir þeim?!
X.Fófó
Takk sömuleiðis ljúflingur.Dásemdardagur.
Ég er sko alveg á því að það sé hægt að finna fyrir góðum hugskeytum frá fólki og svei mér ef ég hef ekki bara fundið þín..og þú væntanlega mína strauma líka :* "good,goood,goood vibrations"!
xxx
Post a Comment