Sunday, November 9, 2008

Ís á tilboði?




Fórum í sund og höfðum laugina nánast fyrir okkur ein, ja fyrir utan að hitta einn góðan frænda ,frænkur hans mömmu hans og mömmu hennar ;) Það var svo fínt.
Fengum okkur pulsu eftir sundið og þar rak ég augun í ofsa gott tilboð sem ég má til með að segja frá. Kit kat ístoppur sem er víst alveg nýjasta nýtt var seldur á 650 kr...sennilega eitthvað kynningartilboð. Ef maður er svo meira fyrir klassíkina má alltaf fá sér vanillustöng á stærð við þumalfingur á 225kr.
Ég komst svo að því hvernig stóð á sundfámenninu þegar við komum niður á bæ á eftir.
Mótmælin verða heitari með hverjum laugardeginum sem líður og ég hef það á tilfinningunni að fólk eigi bara eftir að hitna.
Ég er aldeilis farin að færa mig upp á skaftið og tek nú myndir inn um glugga hjá ókunnugum eða svo gott sem en ég meina hver gæti staðist svona uppstillingu.
Kíktum aðeins í afmæli Gyllta en þurftum að stoppa stutt þar sem Hugleikur las upp úr einni bókinni sinni...Salka vildi ólm fá að hlusta lengur en þegar hamsturinn Hóra kom til sögunnar fannst mér ég endilega þurfa sýna henni ofsa sætan hvolp, já og blöðrur..fyrir utan búðina.
Mér finnst að öll hús ættu að vera máluð eins og regnbogi.

2 comments:

Ása Ottesen said...

hehehehehe...Hamsturinn Hóra var grófur hamstur :)

Augnablik said...

Grófur já en það var einmitt það sem gerði hana að svo heillandi karakter ;)