Sunday, November 2, 2008

Labbaði í bænum
Við mæðgur hittum góðar stelpur á kaffihúsi á laugardaginn, já og einn lítinn mann sem mestmegnis svaf . Sölku fannst: "óréttlátt" að Fríða fengi vöfflu á meðan hún sjálf þyrfti að borða brauð með osti...alveg sama þótt ég reyndi að sannfæra hana um að Fríða væri sko að fara að borða fisk á eftir (sem var reyndar alveg satt). Svindl!
Ég fékk mér latte eins og fullorðnir. Það er reyndar hætt að vera frásögu færandi þegar ég fæ mér kaffi mmhmm alveg að verða fullorðin svei mér þá.
Gáfum svo öndunum,svönunum og gráu unglingasvönum...gæsirnar voru saddari en síðast.

No comments: