Thursday, November 27, 2008

GarngrauturUm það bil tvisvar í mánuði safnast fullt af konum saman með prjónana sína.
Þessar konur tengjast hvorri annari á ýmsan hátt og eru m.a. mömmur,ömmur,langömmur,systur,frænkur,mágkonur og tengdamæður hvorrar annarar. Fjölskyldan B. megin.
Þetta finnst mér svo skemmtileg hefð og ótrúlega gaman að sjá allar litlu peysurnar, húfurnar, kragana, ermarnar o.sfrv.úr mismunandi garni í öllum regnboganslitum. Sumir hafa enga reynslu af prjónaskap á meðan aðrar eru ekki langt frá því að vera atvinnumenn... sem er mjög góð blanda.
Mér finnst skemmtilegast að sjá hvað hinir eru að gera,tala,láta mig dreyma um að verða einhverntíman svona klár,koma inn á áhugaverð og falleg heimili, borða fíneríis kökur og kaffi...ó já og prjóna.

3 comments:

Anonymous said...

vá en æðisleg hefð :)
elska hefðir, elska fallega liti og garnflækjur ;)

knúsar
Selmi litli

Anonymous said...

Segi það sama, en æðisleg hefð !!
Er einmitt alltaf með fallegu húfun sem þú prjónaðir handa Evu fyrir framan nefið á mér til að minna mig á það að ég eigi að fara að byrja á þessu skemmtilega áhugamáli :D

Anonymous said...

Hefðir eru svo góðar og ég vona að þessi haldist. Hehe var einmitt að spá í að skrifa garnfækja en hugsaði að það væri kannski of mikið..við erum svo spes í orðaleikjunum ;)
Fjólus þú verður að byrja þetta er svoo slakandi..nema þegar allt fer í klessu en þá er nauðsynlegt að hafa eldri og reyndari sér við hlið ;)

Kossar,ást og hlýja
xxxx