Monday, November 24, 2008
Alveg sjálf...
Það lá eitthvað svo vel á mér í dag.
Ég byrjaði á því að glaðvakna upp úr þurru kl. 5:30, alveg sjálf og sofna náttúrulega strax aftur alveg sjálf..þá fannst mér ég hafa grætt fullt af svefni. Vaknaði svo aftur fyrir klukkan 7 áður en klukkan hringdi...alveg sjálf og eitthvað svo vakandi! Þetta er eitthvað sem gerist ALDREI svo ég upplifði þetta skiljanlega mjög sterkt ;) zzz eru ekki örugglega allir sofnaðir?
Skólakrakkarnir voru bara fyndnir og skemmtilegir í dag og það er alltaf plús.
Einkasonurinn græddi svo ferð á bókasafnið á meðan systirin var í dansi. Það er efni í annan myndaþátt (sorrí það verður ekki hjá því komist).
Þegar við komum heim völdum við smákökuuppskrift sem svo heppilega vildi til að innhélt ís líka. Uppskriftin sagði það sko, ég fattaði ekki upp á því að smyrja honum á milli..þó mér hefði hugsanlega dottið í hug að mylja þær ofan í ísinn.
Ókei það lítur kannski út fyrir að ég geri ekki annað en að borða og baka kökur en það er ekki satt...ég borða líka deigið.
Mér finnst líka hrærivélin, vigtin, svunturnar og kakó og lyftiduftsdósirnar svo fínar að ég bara verð.
Erfitt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
og hvað.. verður maður ekki að borða þessar smákökur bara um leið og þær eru reddí??
Þú ert dugleg
Hehe, nauts mar setur þær í frysti..eða borðar þær jafnóðum.Já ég var eiginlega mjög dugleg við það ;)
Sé þig á eftir xxx
þetta er ekkert smá girnilegt kolli!
og vá hvað ég öfunda ykkur með að fara að hittast á eftir og veit frá insider að það er sko öfundsvert það sem þið eruð að fá að borða þar namm namm
ég fæ kannski afganga seinna meir hehe
selurinn snorri
Mmm og gott..en obbobbobb frétti að þú værir með gubbz sem er nú sennilega með því viðbjóðslegra en reyndar oftast fljótafgreitt. Vona að þér batni fljótt og örugglega.Ef þú verður dugleg skal ég svo baka handa þér;)
Vildi að þú værir með okkur í kveld..en bara tvöfalt næst þá.
Batn xxx
takk mamma mín :)
skemmtiði ykkur vel
ummmmmm ...... ekkert smá girnilegar kökur og brögðuðust alveg örugglega undursamlega :D
Hvað er málið með að baka, af hverju langar manni bara að vera að baka alla daga allt árið ? Stemmningin og lyktin og allt sem bakstri fylgir er bara e-ð svo ávanabindandi. Verst að maður þarf að vera svo duglegur í ræktinni því maður er og duglegur að háma í sig afraksturinn ;)
Ohhh það er svo gaman að baka, sérstaklega á svona dimmum dögum. Katla Steinunn fékk pakkann frá þér í morgun, náði að opna hann alveg sjálf og lék sér svo með fallega kjólinn, hún var svakalega ánægð með hann og segir takk fyrir!!! Knús Ábba
Maður hleypur bara á staðnum á meðan á bakstrinum stendur og gerir allt bara rosa rösklega svona yfirleitt;)
Gott hún var glöð, já og líka gáfuð að geta opnað alveg sjálf..það kemur reyndar ekkert á óvart;) Hlakka til að sjá hana máta hann einhvern daginn.
xxx þúsund súkkulaðikossar
i6v72n2m00 l2k35b8e99 a6o64a9z03 l1z36y5f58 i0j13i0b00 m3i27d4u14
Post a Comment