Saturday, November 29, 2008

Loksins...Loksins náðum við að halda upp á afmæli sonarins.
Við erum búin að reyna u.þ.b. allar helgar síðan hann átti afmæli. Það er þó ennþá afmælismánuðurinn hans...rétt svo.
Mér finnst gaman að halda afmæli og mér finnst það nauðsynlegt. Í þetta skiptið fannst mér börnin líka einstaklega róleg og góð. Ég held ég sé ekki að ímynda mér það og þau voru ekki einu sinni fá. Dugleg að borða, dugleg að leika og gáfu svo skemmtilegar gjafir sem urðu uppáhald afmælisbarnsins um leið og þær komu úr pappírnum.
Takk fyrir okkur.

15 comments:

Anonymous said...

Hehe ég var að klára að skrifa comment við hinni færslunni og svo vavavúmm allt í einu komnar inn fleiri myndir, gamannnnn
Ábba

Augnablik said...

Hviss,bamm,búmm!!!!Allt að gerast hér;)

Anonymous said...

Maður hefur bara ekki undan við að skoða allt sem er að gerast á síðunni :D Bara skemmtilegt :D Gleður mig líka mikið að sjá allar þessar skemmtilegur myndir sem gleðja augað svo mikið.

Innilega til hamingju með afmælisveislu sonarins, það hefur sko greinilega verið mikið fjör og mikið gaman ! Mér finnst einmitt það skemmitlegasta í heimi að halda afmæli og gera allt stússið sem því fylgir, æ lov it !!!!

Anonymous said...

æ frábært að funinn fékk sína langþráðu afmælisveislu :)
...mér finnst þú samt one of a kind kolla að finnast æðislegt að halda upp á afmæli, ekki misskilja mig, ég elska afmæli og skraut og kökur og fínerí, finnst bara skemmtilegra ef ég ætti stundum töfrasprota til að hjálpa mér, nú eða stoppklukku, svona alvöru, sem stöðvar tímann og gefur mér nægan tíma til þess að dúllast í hlutunum :)

Anonymous said...

ehhh, þetta var selma sem var svona mikill afmælisauli :)

Augnablik said...

Hehe ég veit klikkuð týpa sem dælir myndum eins og vindurinn ;)
Afmæli eru sko best og það á alltaf að hafa húllumhæ í kringum þau..alltaf!!!
Ást til eyjunnar þinnar
xxx

Augnablik said...

Við Fjóla hjálpum þér...elskum'etta alveg!
Ég er samt oftast á síðustu stundu en það er svo sem ekkert nýtt..vinn svo vel undir pressu hehe ;)

Anonymous said...

Þessar myndir segja allt sem segja þarf um þetta frábæra afmæli. Eins og sjá má fór minn maður sáttur heim frá hinum fyndna, skemmtilega og stríðna Funa.

Sammála því að það á að nota öll tækifæri til að halda partý og afmæli eru náttlega bara gleðileg skylduhátíð, í jákvæðri merkingu orðsins skyldu.

Augnablik said...

Já þeir eiga sko skap saman þessir hressu pésar..ég setti reyndar ekki inn myndina af hinum dregnum þínum pissa í beðið í blálokinn hahaha frábær týpa!..vildi ekki eiga á hættu að særa blygðunarkennd hans ;)

Við elskum partý!!!
xxx

Anonymous said...

Takk fyrir okkur í afmælis..
Sonurinn var þó svefninum feginn eftir að við komum í bílinn.. Var orðinn svona frekar leiðinlegur afmælisgestur sem þóttist eiga allt og tók meira að segja upp á því að hrinda mjög litlum börnum á borð við Kötlu og Þresti.. Hann borðaði samt alveg heil ósköp sem var mjög gott..
Knús á línuna..

Anonymous said...

Haa? Hann var sko fyrirmyndargestur í alla staði.Borðaði matinn sinn og elskaði að leika með dótið..elskaði bara sumt aðeins meira en annað og mér fannst hann höndla það mjög vel;)
Afmælisgjöfin sló annars í gegn. Hann var að vísu logandi hræddur við smokkfiskinn en Salka fílaði hann veeel og Viddabíllinn hefur fengið heiðurssess í rúminu og lúllar þar með honum á milli þess sem hann tætir út um allt. Ég hef fulla trú á því að smokkfiskurinn komist á þennan stall innan skamms :D

Anonymous said...

Til hamingju með Funa sæta... og leitt að við komum ekki... verð eiginlega að skrifa þetta alfarið á Finna því vitir menn... ég fékk að vita af afmælispartýinu kl. 13 ... ekki ánægð með kallinn. Við verðum bara að fá að kíkka á ykkur við tækifæri... e´haggi bara?

Afmæliskveðja Margrét

Augnablik said...

Hva ert'að segja Margrét!? Ég sem hélt að þið væruð að skera laufabrauð...ussss og svei Friðfinnur!Ég er líka alltaf með ammælisgjöf hérna til eins 5 ára sem er í þann mund að breytast í jólagjöf, nú eða 6 ára afmælisgjöf;)
Verið ávallt velkomin.
Kizz

Anonymous said...

Nákvæmlega... sko reyndar vorum við Alexandra í laufabrauði... en ég hefði nú reynt að hanna þetta öðruvísi ef ég hefði nú vitað af partýinu góða... næst þarftu að láta mig vita... ekki Finna ... díll? :-)

Við þurfum bara að hittast núna sem fyrst!!!

Kv. Margrét

yanmaneee said...

yeezy boost
louboutin outlet
adidas tubular
kobe shoes
golden goose sneakers
curry 6 shoes
supreme clothing
kobe 11
christian louboutin outlet
jimmy choo shoes