Wednesday, November 5, 2008

Út í glugga

September er einn af mínum uppáhalds.
Í september blómstruðu rósir fyrir utan gluggann hennar Sölku.
Í september er oft svo yndislega falleg birta og góð lykt í loftinu.
Í september á ég líka afmæli.
Þá er líka svo gaman að taka myndir af allskonar dóti...t.d. af dóti sem mér þykir vænt um og er stillt upp í gluggakistum.
Meðal annars spiladósir, gamlir bangsar sem hafa fylgt okkur systkinum og litli hjólagarpurinn frá Baxe.

4 comments:

Anonymous said...

faaaallegt :)
sammála þér með septemberinn, lyktina og lýsinguna, ótrúlega kósý og rómó.
Elska einmitt líka að raða fallegum hlutum í gluggakistuna -æðiii

en já til hamingju með litla stóra guttann þinn :)
vona að hann hafi skemmt sér konunglega kúturinn flotti

Selmus

Anonymous said...

Til hamingju með herra funheitan. Við skáluðum fyrir honum við matarborðið - í mjólk.

Vona að þið hafið átt góðan dag að hætti ykkar sjálfra.

ammæliskveðjur
Harpsí og familí

Anonymous said...

Dásamlegt Kolla! Nú þarf ég að fara að lesa - bíð með það til morguns, klukkan orðin alltof margt enn einu sinni. En voðalega gleður það mitt litla hjarta að þú skulir deila með okkur fallegum pælingum og ljósmyndum.

Jibbí!

Verðum svo að fara að hittast aftur fljótlega.

KNús
Bryndís

Augnablik said...

Já september er eitthvað svo rómó.
Takk fyrir hamingjuóskir...jú hann skemmti sér konunglega, kóngurinn sem hann er;)

Við verðum nú að fara að hittast og það fljótt Bryndís verandi næstum því nágrannar og allt það;)

Kossar á ykkur xxx