Saturday, November 8, 2008

Kaupmaðurinn á horninu

Á föstudaginn gerði ég mér sérstaka ferð í tvær litlar búðir sem eiga það sameiginlegt að vera óháðar og svo frábærar.
Rangá er 77 ára gömul hverfisverslun sem er alveg hreint ótrúlega sjarmerandi...þar keypti ég eina jólagjöf .
Hin búðin heitir..hmm er ekki alveg viss en hún er út frá Langholtsveginum og safnaraskiltið er fyrir ofan hurðina (þetta kalla ég leiðbeiningar í lagi ;). Þar keypti ég Fósturlandsins Freyju, límiðabók með frábærum myndum og fullt af yndislega fínum kortum sem líta en betur út í raunveruleikanum.
Stoppaði að lokum við hjá gömlum og góðum hirði og fann þar ýmislegt góss til viðbótar....Gæti verið gaman að taka mynd af því í dagsbirtu.

Ég held ég sé haldin ólæknandi söfnunaráráttu og fortíðarþrá.

5 comments:

Dúnunefndin said...

Það er þó gott við þessa fortíðarþrá að hún lætur þig njóta augnabliksins.

Anonymous said...

úps.... þetta með núnunefndina átti engan veginn að koma inn. Æ - mig auman!

Augnablik said...

Já svei mér þá ef ég lít ekki bara jákvæðum augum á þessa þráhyggju..það er nú til margt verra ;)

Fjóla said...

Halló halló !!!!
Bara komin ný síða og maður veit ekki neitt :D
En það gleður mig mikið að geta fengið að fylgjast með á einhvern hátt þar sem við flýjum á eyjuna okkar fögru á morgun.
Innilega til hamingju með fallega son ykkar á fimmtudaginn. Ég elska líka afmæli :D Svo gaman allt húbblað í kringum gleðina við það að verða einu ári eldir, eða einu ári yngri eins og á við um okkur sem eldri erum ;)
Hlakka til að lesa pistlana þína og skoða fallegu myndirnar þínar sem ég verð bara að segja eins og er að það er farið að vanta ansi margar apakettsmyndir inn á heilann ;)
hlýjar kveðjur frá fyrrverandi dönunum :*

Augnablik said...

Halló Fjóla mín og velkomin heim.
Já og til hamingju sömuleiðis með þinn mann ;)
Apakettir segiru...það er allt að gerast í þeim málum,hoho finnst þér þú hafa heyrt þennan áður?
Annars gaman að rekast á þig í gær þó stutt hefði verið.Sjáumst vonandi sem fyrst aftur

Ást og kossar til þín og þinna xxx